1. fundur
utanríkismálanefndar á 152. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 8. desember 2021 kl. 09:00


Mætt:

Bjarni Jónsson (BjarnJ) formaður, kl. 09:00
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF) 1. varaformaður, kl. 09:00
Logi Einarsson (LE) 2. varaformaður, kl. 09:00
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 09:00
Diljá Mist Einarsdóttir (DME), kl. 09:00
Gísli Rafn Ólafsson (GRÓ), kl. 09:00
Jakob Frímann Magnússon (JFM) fyrir (EÁ), kl. 09:00
Jóhann Friðrik Friðriksson (JFF), kl. 09:00
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (SDG), kl. 09:00
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 09:00

Nefndarritarar:
Gunnþóra Elín Erlingsdóttir
Hildur Edwald
Stígur Stefánsson

1942. fundur utanríkismálanefndar.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Diljá Mist Einarsdóttir tóku þátt í fundinum með fjarfundarbúnaði.

Bókað:

1) Kynning á EES-málum og þinglegri meðferð EES-mála Kl. 09:00
Nefndin fékk á sinn fund Ingólf Friðriksson, Ernu S. Hallgrímsdóttur og Daníel Frey Birkisson frá utanríkisráðuneyti sem kynntu meðferð EES mála. Gestirnir tengdust fundinum í gegnum fjarfundarbúnað. Gunnþóra Elín Erlingsdóttir EES-ritari utanríkismálanefndar kynnti þinglega meðferð EES-mála.

2) Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/5 frá 11. desember 2018 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 726/2004 um málsmeðferð Bandalagsins við veitingu leyfa fyrir manna- og dýralyfjum og eftirlit með þeim lyfjum og um stofnun Lyfjastofnunar Evrópu, um Kl. 09:45
Nefndin afgreiddi málið og verður utanríkisráðuneyti upplýst þar um.

3) Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/6 frá 11. desember 2018 um dýralyf og um niðurfellingu á tilskipun 2001/82/EB. Kl. 09:46
Nefndin afgreiddi málið og verður utanríkisráðuneyti upplýst þar um.

4) Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2021/337 frá 16. febrúar 2021 um breytingar á reglugerð (ESB) 2017/1129 því er varðar endurbótalýsingu ESB og markvissar aðlaganir fyrir fjálmálamilliliði og tilskipun 2004/2109/EB að því er varðar notkun á samein Kl. 09:47
Nefndin afgreiddi málið og verður utanríkisráðuneyti upplýst þar um.

5) Fundur sameiginlegu EES-nefndarinnar 10. desember 2021 Kl. 09:50
Gestir nefndarinnar voru Ingólfur Friðriksson, Erna S. Hallgrímsdóttir og Daníel Freyr Birkisson frá utanríkisráðuneyti, Gunnlaugur Helgason, Sóley Ragnarsdóttir og Benedikt Hallgrímsson frá fjármálaráðuneyti, Ástríður Scheving Thorsteinsson frá samgöngu- og sveitastjórnarráðuneyti og Björk Þorkelsdóttir frá heilbrigðisráðuneyti. Gestirnir tengdust fundinum í gegnum fjarfundarbúnað. Gestirnir kynntu þær gerðir sem taka á upp í EES- samninginn á fundi sameiginlegu EES-nefndarinnar sem haldinn verður 10. desember.

6) Kynning á störfum utanríkismálanefndar Kl. 10:35
Dagskrárliðnum var frestað.

7) Önnur mál Kl. 10:36
Rætt var um starfið framundan.
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:45