26. fundur
utanríkismálanefndar á 152. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 1. júní 2022 kl. 09:09


Mætt:

Bjarni Jónsson (BjarnJ) formaður, kl. 09:09
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF) 1. varaformaður, kl. 10:20
Logi Einarsson (LE) 2. varaformaður, kl. 09:09
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 09:09
Diljá Mist Einarsdóttir (DME), kl. 09:09
Gísli Rafn Ólafsson (GRÓ), kl. 09:09
Jakob Frímann Magnússon (JFM), kl. 09:09
Jóhann Friðrik Friðriksson (JFF), kl. 09:09
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 09:09

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var fjarverandi.

Nefndarritari: Gunnþóra Elín Erlingsdóttir

1967. fundur utanríkismálanefndar

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:09
Fundargerðir 21.-25. fundar voru samþykktar.

2) Fundur sameiginlegu EES-nefndarinnar 10. júní 2022 Kl. 09:09
Á fund nefndarinnar komu Ingólfur Friðriksson frá utanríkisráðuneyti, Vera Sveinbjörnsdóttir frá háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti og Kjartan Ingvarsson frá umhverfis-, orku- og lofslagsráðuneyti. Gestirnir kynntu þær gerðir sem til stendur að taka upp í EES-samninginn á fundi sameiginlegu EES-nefndarinnar 10. júní nk. og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/2402 um almennan ramma fyrir verðbréfun og gerð sértæks ramma fyrir einfalda, gagnsæja og staðlaða verðbréfun, og um breytingu á tilskipunum 2009/65/EB, 2009/138/EB og 2011/61/ESB og reglugerðum (EB) nr. 1060 Kl. 09:25
Fjallað var sameiginlega um dagskrárliði 3-4.

Formaður kynnti álit efnahags- og viðskiptanefndar eftir efnislega umfjöllun samkvæmt 5. gr. reglna um þinglega meðferð EES-mála. Nefndin lauk umfjöllun sinni um málin og verður utanríkisráðuneyti upplýst þar um.

4) Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2021/557 um breytingar á reglugerð (ESB) 2017/2402 um almennan ramma fyrir verðbréfun og gerð sértæks ramma fyrir einfalda, gagnsæja og staðlaða verðbréfun til að stuðla að endurbótum í kjölfar COVID-19 hættuástan Kl. 09:25
Sjá athugasemd við 3. dagskrárlið.

5) Landgrunnsmál Kl. 09:30
Á fund nefndarinnar komu Anna Jóhannsdóttir og Birgir Hrafn Búason frá utanríkisráðuneyti. Gestirnir kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

6) Málefni Georgíu Kl. 10:30
Á fund nefndarinnar komu Anna Jóhannsdóttir og Gunnlaug Guðmundsdóttir frá utanríkisráðuneyti. Gestirnir kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

7) Önnur mál Kl. 11:00
Nefndin ræddi starfið framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:15