1. fundur
utanríkismálanefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 19. september 2022 kl. 09:30


Mætt:

Bjarni Jónsson (BjarnJ) formaður, kl. 09:30
Logi Einarsson (LE) 2. varaformaður, kl. 09:30
Berglind Harpa Svavarsdóttir (BHS) fyrir Njál Trausta Friðbertsson (NTF), kl. 09:30
Diljá Mist Einarsdóttir (DME), kl. 09:30
Gísli Rafn Ólafsson (GRÓ), kl. 09:30
Jakob Frímann Magnússon (JFM), kl. 09:30
Jóhann Friðrik Friðriksson (JFF), kl. 09:30
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (SDG), kl. 09:45
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 09:30

Birgir Þórarinsson var fjarverandi.

Nefndarritari: Gunnþóra Elín Erlingsdóttir

1970. fundur utanríkismálanefndar

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:30
Dagskrárliðnum var frestað.

2) Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2021/2261 frá 15. desember 2021 um breytingar á tilskipun 2009/65/EB um notkun rekstrarfélaga verðbréfasjóða á lykilupplýsingaskjölum Kl. 09:30
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið og verður utanríkisráðuneyti upplýst þar um.

3) Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/1253 frá 21 apríl 2021 um breytingu á framseldri reglugerð (ESB) 2017/565 að því er varðar samþættingu sjálfbærniþátta, -áhættu og -óska í tilteknar skipulagskröfur og rekstrarskilyrði fyrir verðbréfaf Kl. 09:32
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið og verður utanríkisráðuneytið upplýst þar um.

4) Fundur sameiginlegu EES-nefndarinnar 23. september 2022 Kl. 09:35
Á fund nefndarinnar komu Erna Sigríður Hallgrímsdóttir frá utanríkisráðuneyti, Guðmundur Kári Kárason frá fjármála- og efnahagsráðuneyti, Ragnheiður Guðnadóttir frá menningar- og viðskiptaráðuneyti.

Gestirnir kynntu þær ákvarðanir sameiginlegu EES-nefndarinnar sem til stendur að taka upp í EES-samninginn á nk. fundi nefndarinnar 23. september nk., og svöruðu auk þess spurningum nefndarmanna.

5) Alþjóðastarf utanríkismálanefndar Kl. 10:05
Nefndin ræddi það sem efst hefur verið á baugi í alþjóðastarfi utanríkismálanefndar.

6) Önnur mál Kl. 10:30
Rætt var um störfin framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:40