42. fundur
utanríkismálanefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 5. júní 2023 kl. 09:30


Mætt:

Bjarni Jónsson (BjarnJ) formaður, kl. 09:30
Diljá Mist Einarsdóttir (DME) 1. varaformaður, kl. 09:30
Logi Einarsson (LE) 2. varaformaður, kl. 09:30
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 09:30
Gísli Rafn Ólafsson (GRÓ), kl. 09:30
Jakob Frímann Magnússon (JFM), kl. 09:30
Jóhann Friðrik Friðriksson (JFF), kl. 09:30
Teitur Björn Einarsson (TBE), kl. 09:30
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 10:00

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var fjarverandi.

Nefndarritari: Gunnþóra Elín Erlingsdóttir

2011. fundur utanríkismálanefndar

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:30
Fundargerð 41. fundar var samþykkt.

2) Ástandið í Úganda Kl. 09:30
Á fund nefndarinnar kom Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra ásamt Davíð Bjarnasyni og Elínu Rósu Sigurðardóttur frá utanríkisráðuneyti.

Ráðherra fór yfir stöðu mála og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) Alþjóðleg þróunarsamvinna Kl. 10:20
Á fund nefndarinnar kom Carsten Staur, formaður Þróunarsamvinnunefndar OECD (DAC), ásamt Elínu Rósu Sigurðardóttur og Þórarinnu Söebech frá utanríkisráðuneyti.

Gesturinn fór yfir stöðu mála og svaraði spurningum nefndarmanna.

4) 974. mál - alþjóðlegar þvingunaraðgerðir og frysting fjármuna Kl. 10:50
Tillaga framsögumanns um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum.

Að nefndaráliti stóðu: Bjarni Jónsson form., Teitur Björn Einarsson frsm., Birgir Þórarinsson, Diljá Mist Einarsdóttir, Jakob Frímann Magnússon, Jóhann Friðrik Friðriksson, Logi Einarsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.

5) 953. mál - afvopnun o.fl. Kl. 10:55
Tillaga framsögumanns um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum.

Að nefndaráliti stóðu: Bjarni Jónsson form., Teitur Björn Einarsson frsm., Birgir Þórarinsson, Diljá Mist Einarsdóttir, Jakob Frímann Magnússon, Jóhann Friðrik Friðriksson, Logi Einarsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.

6) Önnur mál Kl. 10:58
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:58