1. fundur
utanríkismálanefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 20. september 2023 kl. 09:30


Mætt:

Diljá Mist Einarsdóttir (DME) formaður, kl. 09:30
Bjarni Jónsson (BjarnJ) 1. varaformaður, kl. 09:30
Logi Einarsson (LE) 2. varaformaður, kl. 09:30
Gísli Rafn Ólafsson (GRÓ), kl. 09:30
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH), kl. 09:30
Jakob Frímann Magnússon (JFM), kl. 09:30
Jón Gunnarsson (JónG), kl. 09:30

Birgir Þórarinsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir voru fjarverandi.

Nefndarritari: Stígur Stefánsson

2014. fundur utanríkismálanefndar.

Bókað:

1) Kosning formanns og 1. varaformanns Kl. 09:30
Formaður lagði til að kosið yrði að nýju um formann og 1. varaformann nefndarinnar skv. 4. mgr. 14. gr. laga um þingsköp Alþingis og að Diljá Mist Einarsdóttir yrði formaður og Bjarni Jónsson 1. varaformaður. Tillagan var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum.

2) Fundur sameiginlegu EES-nefndarinnar 22. september Kl. 09:35
Gestir fundarins voru Erna Sigríður Hallgrímsdóttir frá utanríkisráðuneyti og Helga Hauksdóttir frá háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti og tengdust þær fundinum með fjarfundarbúnaði.

Gestirnir kynntu þær ákvarðanir sameiginlegu EES-nefndarinnar sem til stendur að taka upp í EES-samninginn á fundi nefndarinnar 22. september nk., og svöruðu auk þess spurningum nefndarmanna.

3) Önnur mál Kl. 09:50
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 09:50