4. fundur
utanríkismálanefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 16. október 2023 kl. 10:15


Mætt:

Diljá Mist Einarsdóttir (DME) formaður, kl. 10:15
Logi Einarsson (LE) 2. varaformaður, kl. 10:15
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 10:15
Gísli Rafn Ólafsson (GRÓ), kl. 10:15
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH), kl. 10:15
Jakob Frímann Magnússon (JFM), kl. 10:15
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (SDG), kl. 10:15
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 10:15

Bjarni Jónsson boðaði forföll. Jón Gunnarsson var fjarverandi.

Nefndarritari: Gunnþóra Elín Erlingsdóttir

2017. fundur utanríkismálanefndar

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 10:15
Fundargerð 3. fundar var samþykkt.

2) 140. mál - viðurkenning á þjóðarmorði á Armenum Kl. 10:16
Logi Einarsson var valinn framsögumaður málsins.

Ákveðið var að senda málið til umsagnar með 2 vikna umsagnarfresti.

3) 186. mál - þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna við Evrópusambandið Kl. 10:18
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir var valin framsögmaður málsins.

Samþykkt var að senda málið til umsagnar með 2 vikna umsagnarfresti.

4) Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2021/1230 frá 14. júlí 2021 um greiðslur yfir landamæri í Sambandinu (kerfisbinding) Kl. 10:20
Nefndin afgreiddi málið og verður utanríkisráðuneytið upplýst þar um.

5) Kynning á starfsemi sendiskrifstofa Kl. 10:28
Á fund nefndarinnar komu Árni Þór Sigurðsson sendiherra í Kaupmannahöfn, Ásdís Bjarnadóttir forstöðumaður sendiskrifstofu Íslands í Sierra Leone og Birgir Hrafn Búason frá utanríkisráðuneyti.

Gestirnir tengdust fundinum í gegnum fjarfundarbúnað. Þeir kynntu starfsemi sendiskrifstofanna og svöruðu spurningum nefndarmanna.

6) Önnur mál Kl. 11:03
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:05