15. fundur
utanríkismálanefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 29. nóvember 2011 kl. 09:15


Mættir:

Árni Þór Sigurðsson (ÁÞS) formaður, kl. 09:15
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ), kl. 09:15
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir (GLG), kl. 09:15
Gunnar Bragi Sveinsson (GBS), kl. 09:15
Helgi Hjörvar (HHj), kl. 09:15
Mörður Árnason (MÁ), kl. 09:15
Ragnheiður E. Árnadóttir (REÁ), kl. 09:15
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (SDG), kl. 09:15
Sigmundur Ernir Rúnarsson (SER), kl. 09:15

Nefndarritari: Þröstur Freyr Gylfason

Bókað:

1) Fundargerð síðasta fundar. Kl. 09:15
Fundargerð fundar utanríkismálanefndar frá 24. nóvember var lögð fram til staðfestingar og verður hún birt á vef Alþingis.

2) Mál í vinnslu innan EFTA (2. gr. mál sem eru hjá fastanefndum Alþingis). Kl. 09:16
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um stöðu EES-mála sem eru til meðferðar í fastanefndum Alþingis sbr. 2. gr. reglna um þinglega meðferð EES-mála.

3) 82. mál - málshöfðun og skaðabótakrafa á hendur breska ríkinu, NATO og ESB Kl. 09:40
Nefndin fjallaði saman um 3. og 4. dagskrármálið. Á fund nefndarinnar komu Páll Þórhallsson frá forsætisráðuneyti og Kristján Andri Stefánsson frá utanríkisráðuneyti sem ræddu málin og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 52. mál - málshöfðun á hendur breska ríkinu fyrir viðeigandi dómstól vegna beitingar hryðjuverkalaga Kl. 09:40
Nefndin fjallaði saman um 3. og 4. dagskrármálið. Á fund nefndarinnar komu Páll Þórhallsson frá forsætisráðuneyti og Kristján Andri Stefánsson frá utanríkisráðuneyti sem ræddu málin og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) Önnur mál. Kl. 10:07
a. Skipan framsögumanns.
Formaður gerði grein fyrir að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefði vísað 110. máli til utanríkismálanefndar og gerði tillögu um að Mörður Árnason yrði framsögumaður þess. Var það ákveðið.

b. Rammasamningar stjórnvalda við ESB.
Gunnar Bragi Sveinsson óskaði eftir umfjöllun nefndarinnar um svonefnda IPA-styrki og m.a. skattalega meðferð þeirra.

c. Samningsafstaða vegna aðildarumsóknar ESB.
Formaður gerði grein fyrir fyrirhugaðri umfjöllun nefndarinnar í desember um samningsafstöðu.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:18