27. fundur
utanríkismálanefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 24. janúar 2012 kl. 09:08


Mættir:

Auður Lilja Erlingsdóttir (ALE), kl. 09:08
Ásmundur Einar Daðason (ÁsmD) fyrir SDG, kl. 09:08
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir (GLG), kl. 09:08
Gunnar Bragi Sveinsson (GBS), kl. 09:08
Ragnheiður E. Árnadóttir (REÁ), kl. 09:35
Sigmundur Ernir Rúnarsson (SER), kl. 09:08

Nefndarritari: Þröstur Freyr Gylfason

Bókað:

1) Fundargerð síðasta fundar. Kl. 09:08
Dagskrármálinu var frestað.

2) 350. mál - ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 97/2011 um breytingu á X. viðauka við EES-samninginn Kl. 09:14
Á fund nefndarinnar komu Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir og Bergþór Magnússon frá utanríkisráðuneyti. Fjölluðu þau um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 351. mál - ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 83/2011 um breytingu á XVI. viðauka við EES-samninginn Kl. 09:20
Á fund nefndarinnar komu Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir og Bergþór Magnússon frá utanríkisráðuneyti og Guðrún Ögmundsdóttir og Haraldur Steinþórsson frá fjármálaráðuneyti. Fjölluðu þau um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir óskaði eftir að nefndin gæfi sér rúman tíma til umfjöllunar um málið.

4) 352. mál - ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 54/2010 um breytingar á XVIII. viðauka við EES-samninginn Kl. 09:26
Á fund nefndarinnar komu Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir og Bergþór Magnússon frá utanríkisráðuneyti og Bjarnheiður Gautadóttir og Jóhanna Katrín Magnúsdóttir frá velferðarráðuneyti. Fjölluðu þau um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) 353. mál - ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 67/2011 um breytingu á II. og IV. viðauka við EES-samninginn Kl. 09:32
Á fund nefndarinnar komu Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir og Bergþór Magnússon frá utanríkisráðuneyti og Ingvi Már Pálsson frá iðnaðarráðuneyti. Fjölluðu þau um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Gunnar Bragi Sveinsson óskaði eftir að nefndin gæfi sér rúman tíma til umfjöllunar um málið. Var ritara falið að afla nánari gagna um mögulegan kostnaðarauka af málinu.

6) 201. mál - vestnorrænt samstarf á sviði kvikmynda- og sjónvarpsþáttagerðar Kl. 09:38
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið.

Formaður lét dreifa drögum að nefndaráliti. Að álitinu stóðu Sigmundur Ernir Rúnarsson, Auður Lilja Erlingsdóttir, Ásmundur Einar Daðason, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson og Ragnheiður E. Árnadóttir.

7) 200. mál - ráðstefna um tónlistarhefðir vestnorrænu landanna Kl. 09:44
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið.

Formaður lét dreifa drögum að nefndaráliti. Að álitinu stóðu Sigmundur Ernir Rúnarsson, Auður Lilja Erlingsdóttir, Ásmundur Einar Daðason, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson og Ragnheiður E. Árnadóttir.

8) 199. mál - vestnorrænt samstarf um listamannagistingu Kl. 09:50
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið.

Formaður lét dreifa drögum að nefndaráliti. Að álitinu stóðu Sigmundur Ernir Rúnarsson, Auður Lilja Erlingsdóttir, Ásmundur Einar Daðason, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson og Ragnheiður E. Árnadóttir.

9) 198. mál - vestnorrænt samstarf um meðferð á endurvinnanlegu brotajárni Kl. 09:56
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið.

Formaður lét dreifa drögum að nefndaráliti. Að álitinu stóðu Sigmundur Ernir Rúnarsson, Auður Lilja Erlingsdóttir, Ásmundur Einar Daðason, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson og Ragnheiður E. Árnadóttir.

10) 197. mál - innflutningur íbúa vestnorrænu landanna á matvöru Kl. 10:02
Nefndin fjallaði um málið.

11) 196. mál - skilgreining á sameiginlegum hagsmunum Vestur-Norðurlanda Kl. 10:08
Nefndin fjallaði um málið.

12) Önnur mál. Kl. 10:12
Starfandi formaður reifaði þátttöku sína í fræðsluferð á vegum þróunarstofnana Sameinuðu þjóðanna til Búrkína Fasó. Ferðin var skipulögð af Þróunaráætlun Sameinuðu þjóðanna (UNDP), Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNEP), Mannfjöldasjóði Sameinuðu þjóðanna (UNFPA), Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) og Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) fyrir norræna þingmenn til að kynna sér starf Sameinuðu þjóðanna.

Fleira var ekki gert.

Sigmundur Ernir Rúnarsson 1. varaformaður stjórnaði fundi.

Bjarni Benediktsson, Helgi Hjörvar og Mörður Árnason voru fjarverandi vegna þingstarfa erlendis.

Fundi slitið kl. 10:22