28. fundur
utanríkismálanefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 31. janúar 2012 kl. 10:00


Mættir:

Auður Lilja Erlingsdóttir (ALE), kl. 10:00
Ásmundur Einar Daðason (ÁsmD) fyrir SDG, kl. 10:00
Bjarni Benediktsson (BjarnB), kl. 10:20
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir (GLG), kl. 10:02
Mörður Árnason (MÁ), kl. 10:02
Ragnheiður E. Árnadóttir (REÁ), kl. 10:21
Sigmundur Ernir Rúnarsson (SER), kl. 10:00

Nefndarritari: Þröstur Freyr Gylfason

Bókað:

1) Fundargerðir síðustu funda. Kl. 10:00
Umfjöllun nefndarinnar um dagskrármálið var frestað.

2) 82. mál - málshöfðun og skaðabótakrafa á hendur breska ríkinu, NATO og ESB Kl. 10:04
Umfjöllun nefndarinnar um dagskrármálið var frestað.

3) 52. mál - málshöfðun á hendur breska ríkinu fyrir viðeigandi dómstól vegna beitingar hryðjuverkalaga Kl. 10:05
Umfjöllun nefndarinnar um dagskrármálið var frestað.

4) 350. mál - ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 97/2011 um breytingu á X. viðauka við EES-samninginn Kl. 10:06
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið.

5) 351. mál - ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 83/2011 um breytingu á XVI. viðauka við EES-samninginn Kl. 10:10
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið.

6) 352. mál - ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 54/2010 um breytingar á XVIII. viðauka við EES-samninginn Kl. 10:15
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið.

7) 197. mál - innflutningur íbúa vestnorrænu landanna á matvöru Kl. 10:19
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið.

8) 196. mál - skilgreining á sameiginlegum hagsmunum Vestur-Norðurlanda Kl. 10:30
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið.

Formaður lét dreifa drögum að nefndaráliti. Að áliti meiri hluta nefndarinnar stóðu Sigmundur Ernir Rúnarsson, Auður Lilja Erlingsdóttir, Ásmundur Einar Daðason, Bjarni Benediktsson, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir og Ragnheiður E. Árnadóttir. Mörður Árnason stóð ekki að álitinu.


9) Önnur mál. Kl. 10:42
Fleira var ekki gert.

Helgi Hjörvar og Gunnar Bragi Sveinsson voru fjarverandi.Fundi slitið kl. 10:43