30. fundur
utanríkismálanefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 14. febrúar 2012 kl. 09:00


Mættir:

Árni Þór Sigurðsson (ÁÞS) formaður, kl. 09:00
Gunnar Bragi Sveinsson (GBS), kl. 09:00
Illugi Gunnarsson (IllG) fyrir REÁ, kl. 09:00
Mörður Árnason (MÁ), kl. 09:00
Sigmundur Ernir Rúnarsson (SER), kl. 09:00
Þuríður Backman (ÞBack) fyrir GLG, kl. 09:00

Nefndarritari: Stígur Stefánsson

Bókað:

1) Fundargerðir síðustu funda. Kl. 09:03
Fundargerðir funda utanríkismálanefndar frá 17., 19. og 24. janúar voru lagðar fram til staðfestingar og verða þær birtar á vef Alþingis.

2) 341. mál - fullgilding Evrópuráðssamningsins um vernd barna gegn kynferðislegri misneytingu og misnotkun Kl. 09:03
Á fundinn komu Sigríður Eysteinsdóttir frá utanríkisráðuneyti, Bryndís Helgadóttir frá innanríkisráðuneyti og Róbert Spanó formaður refsiréttarnefndar. Fjölluðu þau um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Nefndin ákvað að Mörður Árnason skyldi vera framsögumaður málsins.

3) Alþjóðlegar þvingunaraðgerðir. Kl. 09:45
Á fund nefndarinnar komu Hermann Ingólfsson og Pétur G. Thorsteinsson frá utanríkisráðuneytinu. Fjölluðu þeir um þvingunaraðgerðir ESB gegn Íran og Sýrlandi sem Íslandi er boðið að taka undir og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 373. mál - samþykkt rammasamnings milli ríkisstjórnar Íslands og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins Kl. 10:30
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar og að Árni Þór Sigurðsson skyldi vera framsögumaður málsins.

5) 350. mál - ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 97/2011 um breytingu á X. viðauka við EES-samninginn Kl. 10:31
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið. Að nefndaráliti stóðu allir viðstaddir nefndarmenn, Árni Þór Sigurðsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Illugi Gunnarsson, Mörður Árnason, Sigmundur Ernir Rúnarsson og Þuríður Bachman.

6) 352. mál - ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 54/2010 um breytingar á XVIII. viðauka við EES-samninginn Kl. 10:32
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið. Að nefndaráliti stóðu allir viðstaddir nefndarmenn, Árni Þór Sigurðsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Illugi Gunnarsson, Mörður Árnason, Sigmundur Ernir Rúnarsson og Þuríður Bachman.

7) Önnur mál. Kl. 10:32
Rætt var um starf nefndarinnar á næstunni.

Fleira var ekki gert.

Bjarni Benediktsson, Helgi Hjörvar og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson voru fjarverandi.

Fundi slitið kl. 10:36