36. fundur
utanríkismálanefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 6. mars 2012
kl. 10:18
Mættir:
Árni Þór Sigurðsson (ÁÞS) formaður, kl. 10:18Árni Páll Árnason (ÁPÁ), kl. 10:37
Ásmundur Einar Daðason (ÁsmD) fyrir GBS, kl. 10:31
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ), kl. 10:23
Bjarni Benediktsson (BjarnB), kl. 10:18
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir (GLG), kl. 10:23
Helgi Hjörvar (HHj), kl. 10:18
Ragnheiður E. Árnadóttir (REÁ), kl. 10:18
Sigurður Ingi Jóhannsson (SIJ) fyrir SDG, kl. 10:18
Nefndarritari: Stígur Stefánsson
Bókað:
1) Fundargerðir síðustu funda. Kl. 10:20
Fundargerð fundar utanríkismálanefndar frá 1. mars var lögð fram til staðfestingar og verður hún birt á vef Alþingis.
2) 52. mál - málshöfðun á hendur breska ríkinu fyrir viðeigandi dómstól vegna beitingar hryðjuverkalaga Kl. 10:23
Fjallað var um 2. og 3. dagskrárlið saman.
Á fundinn kom Páll Þórhallsson frá forsætisráðuneyti. Hann lagði fram minnisblað frá ráðuneytinu og svaraði spurningum nefndarmanna.
3) 82. mál - málshöfðun og skaðabótakrafa á hendur breska ríkinu, NATO og ESB Kl. 10:49
Sjá 2. dagskrárlið.
4) 373. mál - samþykkt rammasamnings milli ríkisstjórnar Íslands og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins Kl. 10:49
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið.
5) Önnur mál. Kl. 10:57
Fleira var ekki gert.
Mörður Árnason var fjarverandi.
Fundi slitið kl. 10:57