37. fundur
utanríkismálanefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 7. mars 2012 kl. 15:20


Mættir:

Árni Þór Sigurðsson (ÁÞS) formaður, kl. 15:20
Árni Páll Árnason (ÁPÁ), kl. 15:20
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ), kl. 16:11
Bjarni Benediktsson (BjarnB), kl. 15:20
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir (GLG), kl. 15:27
Helgi Hjörvar (HHj), kl. 15:20
Mörður Árnason (MÁ), kl. 16:43
Ragnheiður E. Árnadóttir (REÁ), kl. 15:20

Nefndarritari: Stígur Stefánsson

Bókað:

1) Fundargerðir síðustu funda. Kl. 15:20
Fundargerðir funda utanríkismálanefndar frá 28. febrúar og 6. mars voru lagðar fram til staðfestingar og verða birtar á vef Alþingis.

2) 572. mál - ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 17/2011 um breytingu á XIII. viðauka við EES-samninginn Kl. 15:20
Á fund nefnarinnar komu Jóhanna B. Bjarnadóttir og Bergþór Magnússon frá utanríkisráðuneyti og Helgi Jóhannesson frá Siglingastofnun. Þau gerðu grein fyrir málinu og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Nefndin ákvað að Árni Páll Árnason yrði framsögumaður málsins.

3) 570. mál - ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 161/2011 um breytingu á XXII. viðauka við EES-samninginn Kl. 15:26
Á fund nefnarinnar komu Jóhanna B. Bjarnadóttir og Bergþór Magnússon frá utanríkisráðuneyti og Harpa Theódórsdóttir frá efnahags- og viðskiptaráðuneyti. Þau gerðu grein fyrir málinu og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Nefndin ákvað að Árni Páll Árnason yrði framsögumaður málsins.

4) 571. mál - ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 147/2009 um breytingu á XVIII. viðauka við EES-samninginn Kl. 15:57
Á fund nefnarinnar komu Jóhanna B. Bjarnadóttir og Bergþór Magnússon frá utanríkisráðuneyti, Erna Jónsdóttir frá efnahags- og viðskiptaráðuneyti og Björg Fenger frá velferðarráðuneyti. Þau gerðu grein fyrir málinu og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Nefndin ákvað að Árni Páll Árnason yrði framsögumaður málsins.

5) 573. mál - ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 120/2010 um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn Kl. 15:57
Á fund nefnarinnar komu Jóhanna B. Bjarnadóttir og Bergþór Magnússon frá utanríkisráðuneyti og Guðmundur Kári Kárason frá efnahags- og viðskiptaráðuneyti. Þau gerðu grein fyrir málinu og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Nefndin ákvað að Bjarni Benediktsson yrði framsögumaður málsins.

6) 583. mál - ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 76/2011 um breytingu á VI. viðauka við EES-samninginn Kl. 15:57
Á fund nefnarinnar komu Jóhanna B. Bjarnadóttir og Bergþór Magnússon frá utanríkisráðuneyti, Hildur Sverrisdóttir Röed og Steinunn M. Lárusdóttir frá velferðarráðuneyti og Haraldur Steinþórsson frá fjármálaráðuneyti. Þau gerðu grein fyrir málinu og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Nefndin ákvað að Árni Páll Árnason yrði framsögumaður málsins.

7) Ástandið á Sýrlandi. Kl. 16:00
Á fundinn kom Jón Ormur Halldórsson dósent við Háskolann í Reykjavík. Hann ræddi málið og svarði spurningum nefndarmanna.

Síðar komu á fundinn Hermann Ingólfsson og Davíð Logi Sigurðsson frá utanríkisráðuneytinu og fjölluðu um sama mál og svöruðu spurningum.

8) 341. mál - fullgilding Evrópuráðssamningsins um vernd barna gegn kynferðislegri misneytingu og misnotkun Kl. 17:08
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið.

Að nefndaráliti stóðu Mörður Árnason, framsögumaður málsins, Árni Þór Sigurðsson, Árni Páll Árnason, Bjarni Benediktsson, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir og Ragnheiður E. Árnadóttir. Áheyrnarfulltrúinn Birgitta Jónsdóttir var samþykk álitinu.

9) Önnur mál. Kl. 17:12
Fleira var ekki gert.

Gunnar Bragi Sveinsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson voru fjarverandi.

Fundi slitið kl. 17:14