38. fundur
utanríkismálanefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 8. mars 2012 kl. 09:09


Mættir:

Árni Þór Sigurðsson (ÁÞS) formaður, kl. 09:09
Árni Páll Árnason (ÁPÁ), kl. 09:09
Ásmundur Einar Daðason (ÁsmD) fyrir GBS, kl. 09:09
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir (GLG), kl. 09:11
Ragnheiður E. Árnadóttir (REÁ), kl. 09:47
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (SDG), kl. 09:11

Nefndarritari: Stígur Stefánsson

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 09:09
Fundargerð fundar utanríkismálanefndar frá 7. mars var lögð fram til staðfestingar og verður birt á vef Alþingis.

2) 373. mál - samþykkt rammasamnings milli ríkisstjórnar Íslands og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins Kl. 09:12
Á fund nefndarinnar komu Gylfi Arnbjörnsson frá ASÍ, Sigurbjartur Pálsson og Elías Blöndal Guðjónsson frá Bændasamtökunum, Snorri Björn Sigurðsson frá Byggðastofnun, Friðrik Friðriksson frá LÍÚ og Halldór Jónsson frá Rannís. Gestirnir fóru yfir umsagnir sínar um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Umfjöllun um skýrslur alþjóðanefnda. Kl. 10:13
Nefndin fjallaði um fyrirkomuleg umfjöllunar um skýrslur alþjóðanefnda Alþingis skv. 54. gr. þingskapa.

4) Önnur mál. Kl. 10:37
Fleira var ekki gert.

Bjarni Benediktsson, Helgi Hjörvar og Mörður Árnason voru fjarverandi.

Fundi slitið kl. 10:37