39. fundur
utanríkismálanefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 13. mars 2012 kl. 10:06


Mættir:

Árni Páll Árnason (ÁPÁ), kl. 10:06
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir (GLG), kl. 10:06
Gunnar Bragi Sveinsson (GBS), kl. 10:06
Illugi Gunnarsson (IllG) fyrir BjarnB, kl. 10:14
Ragnheiður E. Árnadóttir (REÁ), kl. 10:06
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (SDG), kl. 10:06

Nefndarritari: Stígur Stefánsson

Bókað:

1) 373. mál - samþykkt rammasamnings milli ríkisstjórnar Íslands og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins Kl. 10:09
Á fund nefndarinnar komu Ólafur Hjálmarsson og Ólafur Arnar Þórðarson frá Hagstofu Íslands. Þeir fóru yfir umsögn Hagstofunnar um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

2) Samningsafstaða vegna aðildarumsóknar að ESB. - 14. kafli, Flutningastarfsemi. Kl. 11:19
Á fund nefndarinnar komu Högni S. Kristjánsson, Harald Aspelund og Þórður Jónsson frá utanríkisráðuneyti, Sigurbergur Björnsson, Birna Hreiðarsdóttir og Valgerður Guðmundsdóttir frá innanríkisráðuneyti, og Helgi Jóhannesson frá Siglingastofnun. Þau kynntu drög að samningsafstöðu og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Fundargerð síðasta fundar. Kl. 11:47
Fundargerð fundar utanríkismálanefndar frá 8. mars var lögð fram til staðfestingar og verður birt á vef Alþingis.

4) Önnur mál. Kl. 11:49
Rætt var um starfið framundan.

Fleira var ekki gert.

Árni Páll Árnason varaformaður stýrði fundi.
Árni Þór Sigurðsson og Mörður Árnason voru forfallaðir vegna þingstarfa erlendis.
Helgi Hjörvar var fjarverandi.

Fundi slitið kl. 11:50