40. fundur
utanríkismálanefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 20. mars 2012 kl. 09:03


Mættir:

Árni Páll Árnason (ÁPÁ), kl. 09:03
Bjarni Benediktsson (BjarnB), kl. 09:10
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir (GLG), kl. 09:10
Gunnar Bragi Sveinsson (GBS), kl. 09:03
Helgi Hjörvar (HHj), kl. 09:03
Mörður Árnason (MÁ), kl. 09:03
Ragnheiður E. Árnadóttir (REÁ), kl. 09:18
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (SDG), kl. 09:06

Nefndarritari: Stígur Stefánsson

Bókað:

1) Fundargerð síðasta fundar. Kl. 09:05
Fundargerð fundar utanríkismálanefndar frá 13. mars var lögð fram til staðfestingar og verður birt á vef Alþingis.

2) Samningsafstaða vegna ESB.
1. samningskafli - frjálsir vöruflutningar.
Kl. 09:06
Á fund nefndarinnar komu Högni S. Kristjánsson, Bryndís Kjartansdóttir og Gunnar Örn Indriðason frá utanríkisráðuneyti, Einar Magnússon frá velferðarráðuneyti og Tryggvi Axelsson frá Neytendastofu. Þau fóru yfir drög að samningsafstöðu og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Samningsafstaða vegna ESB.
14. samningskafli - flutningastarfsemi.
Kl. 09:40
Nefndin lauk umfjöllun um samningsafstöðu fyrir 14. samningskafla - flutningastarfsemi.

Eftirfarandi bókun var lögð fram af Gunnari Braga Sveinssyni, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, Ragnheiði E. Árnadóttur og Bjarna Benediktssyni:

"Undirrituð telja ekki forsvaranlegt að halda áfram vinnu við samningsafstöðu Íslands vegna ESB samninganna í ljósi þeirrar óvissu er ríkir um framtíð Evrópusambandsins og gjaldmiðil þess. Innan Evrópusambandsins ríkir mikil óvissa og öllum á að vera ljóst að sambandið er að breytast sem hlýtur að hafa áhrif á samningsafstöðu Íslands. Við þessar aðstæður er mjög óábyrgt að halda ferlinu áfram eins og ekkert hafi gerst."

4) 39. mál - þjóðaratkvæðagreiðsla um aðlögunar- og viðræðuferli Íslands og Evrópusambandsins Kl. 10:04
Nefndin hóf umfjöllun sína um málið. Ákveðið var að Árni Þór Sigurðsson yrði framsögumaður þess og að málið yrði sent til umsagnar og tekið fyrir á næsta fundi nefndarinnar.

5) Önnur mál. Kl. 10:30
Fleira var ekki gert.

Árni Þór Sigurðsson var fjarverandi vegna þingstarfa erlendis.
Árni Páll Árnason varaformaður stýrði fundi.

Fundi slitið kl. 10:30