41. fundur
utanríkismálanefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 26. mars 2012 kl. 15:15


Mættir:

Árni Þór Sigurðsson (ÁÞS) formaður, kl. 15:15
Árni Páll Árnason (ÁPÁ), kl. 15:15
Bjarni Benediktsson (BjarnB), kl. 15:15
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir (GLG), kl. 15:15
Gunnar Bragi Sveinsson (GBS), kl. 15:15
Helgi Hjörvar (HHj), kl. 15:15
Mörður Árnason (MÁ), kl. 15:15
Ragnheiður E. Árnadóttir (REÁ), kl. 15:15

Nefndarritari: Stígur Stefánsson

Bókað:

1) Staða aðildarviðræðna við ESB. Kl. 15:15 - Opið fréttamönnum
Á fundinn kom Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ásamt Stefáni Hauki Jóhannessyni aðalsamningamanni og Martin Eyjólfssyni frá utanríkisráðuneytinu. Ráðherrarnir fjölluðu um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

2) 39. mál - þjóðaratkvæðagreiðsla um aðlögunar- og viðræðuferli Íslands og Evrópusambandsins Kl. 16:15
Umfjöllun var frestað.

3) Önnur mál. Kl. 16:16
Rætt var um starfið framundan.

Fleira var ekki gert.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var fjarverandi.

Fundi slitið kl. 16:20