42. fundur
utanríkismálanefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 27. mars 2012 kl. 08:36


Mættir:

Árni Þór Sigurðsson (ÁÞS) formaður, kl. 08:36
Árni Páll Árnason (ÁPÁ), kl. 08:36
Bjarni Benediktsson (BjarnB), kl. 09:06
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir (GLG), kl. 08:36
Gunnar Bragi Sveinsson (GBS), kl. 08:36
Helgi Hjörvar (HHj), kl. 09:04
Mörður Árnason (MÁ), kl. 08:36
Ragnheiður E. Árnadóttir (REÁ), kl. 08:50
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (SDG), kl. 08:39

Nefndarritari: Stígur Stefánsson

Bókað:

1) Úttekt á EES og öðru Evrópusamstarfi Norðmanna. Kl. 08:37
Á fundinn komu Fredrik Sejersted, formaður nefndar um úttekt á EES-samstarfinu, Ulf Sverdrup, framkvæmdastjóri nefndarinnar, og Dag Wernö Holter, sendiherra Noregs á Íslandi. Kynntu þeir úttektina og svöruðu spurningum nefndarmanna.

2) Fundur Sameiginlegu EES-nefndarinnar 30. mars nk. Kl. 10:05
Á fund nefndarinnar komu Högni S. Kristjánsson og Jóhanna B. Bjarnadóttir frá utanríkisráðuneyti, Valgerður Rún Benediktsdóttir frá efnahags- og viðskiptaráðuneyti, og Kjartan Ingvarsson frá umhverfisráðuneyti.

Lagt var fram minnisblað utanríkisráðuneytis til utanríkismálanefndar frá 21. mars 2012: Fundur í sameiginlegu EES nefndinni 30. mars 2012. Ákvarðanir sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 34-73/2012. Gestirnir kynntu minnisblaðið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 537. mál - ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 119/2010 um breytingu á II. viðauka við EES-samninginn Kl. 11:02
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið. Að nefndaráliti stóðu Árni Þór Sigurðsson, Árni Páll Árnason, Bjarni Benediktsson, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Mörður Árnason, Ragnheiður E. Árnadóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.

4) 571. mál - ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 147/2009 um breytingu á XVIII. viðauka við EES-samninginn Kl. 11:17
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið.

5) 583. mál - ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 76/2011 um breytingu á VI. viðauka við EES-samninginn Kl. 11:17
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið. Að nefndaráliti stóðu Árni Þór Sigurðsson, Árni Páll Árnason, Bjarni Benediktsson, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Mörður Árnason, Ragnheiður E. Árnadóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.

6) Önnur mál. Kl. 11:18
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:18