43. fundur
utanríkismálanefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 29. mars 2012 kl. 08:37


Mættir:

Árni Þór Sigurðsson (ÁÞS) formaður, kl. 08:37
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir (GLG), kl. 08:37
Gunnar Bragi Sveinsson (GBS), kl. 08:37
Mörður Árnason (MÁ), kl. 08:37
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (SDG), kl. 08:38

Nefndarritari: Stígur Stefánsson

Bókað:

1) 82. mál - málshöfðun og skaðabótakrafa á hendur breska ríkinu, NATO og ESB Kl. 08:37
Á fundinn komu Páll Þórhallsson frá forsætisráðuneyti og Þórdís Ingadóttir frá Háskólanum í Reykjavík. Lögð var fram álitsgerð um Tilskipun 2668/2008: Lögsaga Alþjóðadómstólsins í Haag. Gestirnir kynntu álitsgerðina og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Fjallað var um dagskrarliði 1. og 2. saman.

2) 52. mál - málshöfðun á hendur breska ríkinu fyrir viðeigandi dómstól vegna beitingar hryðjuverkalaga Kl. 09:33
Sjá 1. dagskrárlið.

3) 39. mál - þjóðaratkvæðagreiðsla um aðlögunar- og viðræðuferli Íslands og Evrópusambandsins Kl. 09:34
Á fundinn kom María Thjell, forstöðumaður lagastofnunar Háskóla Íslands. Hún fór yfir málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

4) 538. mál - ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 65/2009 um breytingu á XIII. viðauka við EES-samninginn Kl. 09:55
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið. Að nefndaráliti stóðu Guðfríður Lilja Grétarsdóttir framsögumaður, Árni Þór Sigurðsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Mörður Árnason og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.

5) 570. mál - ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 161/2011 um breytingu á XXII. viðauka við EES-samninginn Kl. 10:03
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið. Að nefndaráliti stóðu Árni Páll Árnason framsögumaður, Árni Þór Sigurðsson, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Mörður Árnason og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.

6) 572. mál - ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 17/2011 um breytingu á XIII. viðauka við EES-samninginn Kl. 10:05
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið. Að nefndaráliti stóðu Árni Páll Árnason framsögumaður, Árni Þór Sigurðsson, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Mörður Árnason og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.

7) 539. mál - ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 85/2011 um breytingu á XX. viðauka við EES-samninginn Kl. 10:08
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið. Að nefndaráliti stóðu Guðfríður Lilja Grétarsdóttir framsögumaður, Árni Þór Sigurðsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Mörður Árnason og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.

8) 540. mál - ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 121/2011 um breytingu á XX. viðauka við EES-samninginn Kl. 10:08
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið. Að nefndaráliti stóðu Guðfríður Lilja Grétarsdóttir framsögumaður, Árni Þór Sigurðsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Mörður Árnason og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.

9) 351. mál - ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 83/2011 um breytingu á XVI. viðauka við EES-samninginn Kl. 10:08
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið. Að nefndaráliti stóðu Árni Þór Sigurðsson framsögumaður, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Mörður Árnason og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.

10) 353. mál - ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 67/2011 um breytingu á II. og IV. viðauka við EES-samninginn Kl. 10:09
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið

11) Önnur mál. Kl. 10:11
Fleira var ekki gert.

Bjarni Benediktsson, Helgi Hjörvar og Ragnheiður E. Árnadóttir voru fjarverandi.

Fundi slitið kl. 10:11