45. fundur
utanríkismálanefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 17. apríl 2012 kl. 09:05


Mættir:

Árni Þór Sigurðsson (ÁÞS) formaður, kl. 09:05
Árni Páll Árnason (ÁPÁ), kl. 09:48
Gunnar Bragi Sveinsson (GBS), kl. 09:05
Illugi Gunnarsson (IllG) fyrir BjarnB, kl. 09:05
Ólöf Nordal (ÓN) fyrir REÁ, kl. 09:05
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (SDG), kl. 09:05

Nefndarritari: Stígur Stefánsson

Bókað:

1) Fundargerðir síðustu funda. Kl. 09:08
Fundargerðir funda utanríkismálanefndar frá 20., 26., 27., og 29. mars og 12. apríl voru lagðar fram til staðfestingar og verða birtar á vef Alþingis.

2) 605. mál - fríverslunarsamningur EFTA og Svartfjallalands og landbúnaðarsamningur Íslands og Svartfjallalands Kl. 09:11
Á fundinn komu Ragnar S. Kristjánsson og Ingólfur Friðriksson frá utanríkisráðuneytinu. Gestirnir kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Ákveðið var að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson yrði framsögumaður málsins.

3) 604. mál - fríverslunarsamningur EFTA og Samstarfsráðs Arabaríkjanna við Persaflóa o.fl. Kl. 09:19
Á fundinn komu Ragnar S. Kristjánsson og Ingólfur Friðriksson frá utanríkisráðuneytinu. Gestirnir kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Ákveðið var að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson yrði framsögumaður málsins.

4) 603. mál - fríverslunarsamningur EFTA og Hong Kong, Kína, samningur sömu aðila um vinnumál o.fl. Kl. 09:23
Á fundinn komu Ragnar S. Kristjánsson og Ingólfur Friðriksson frá utanríkisráðuneytinu. Gestirnir kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Ákveðið var að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson yrði framsögumaður málsins.

5) 601. mál - staðfesting samninga um veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum á árinu 2012 Kl. 09:42
Á fundinn kom Tómas Heiðar frá utanríkisráðuneytinu. Hann kynnti málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Ákveðið var að Árni Þór Sigurðsson yrði framsögumaður málsins.

6) 600. mál - staðfesting samnings um afhendingu vegna refsiverðrar háttsemi milli Norðurlandanna Kl. 09:55
Á fundinn komu Sigríður Eysteinsdóttir frá utanríkisráðuneyti og Gunnlaugur Geirsson frá innanríkisráðuneyti. Gestirnir kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Ákveðið var að Árni Páll Árnason yrði framsögumaður málsins.

7) Önnur mál. Kl. 10:12
Fleira var ekki gert.

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Helgi Hjörvar og Mörður Árnason voru fjarverandi.

Fundi slitið kl. 10:13