47. fundur
utanríkismálanefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 20. apríl 2012 kl. 08:40


Mættir:

Árni Þór Sigurðsson (ÁÞS) formaður, kl. 08:40
Árni Páll Árnason (ÁPÁ), kl. 08:40
Bjarni Benediktsson (BjarnB), kl. 08:40
Helgi Hjörvar (HHj), kl. 08:40
Ragnheiður E. Árnadóttir (REÁ), kl. 08:54
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (SDG), kl. 08:44

Nefndarritari: Stígur Stefánsson

Bókað:

1) Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/31/EB frá 23. apríl 2009 um geymslu koltvísyrings í jörðu Kl. 08:40
Á fundinn komu Bergþór Magnússon frá utanríkisráðuneyti og Glóey Finnsdóttir frá umhverfisráðuneyti. Þau fóru yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Nefndin samþykkti að gera ekki athugasemd við að málið yrði tekið á dagskrá sameiginlegu EES-nefndarinnar.

2) 611. mál - ákvörðun EES-nefndarinnar um breytingu á XX. viðauka við EES-samninginn Kl. 08:57
Bergþór Magnússon frá utanríkisráðuneyti og Glóey Finnsdóttir frá umhverfisráðuneyti fóru yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Ákveðið var að Árni Páll Árnason yrði framsögumaður málsins.

3) 621. mál - ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 78/2011 um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn Kl. 09:14
Bergþór Magnússon frá utanríkisráðuneyti og Sigurður Freyr Jónatanson frá Fjármálaeftirliti fóru yfir málið og svöruðu spurningum nefndarinnar.

Ákveðið var að Árni Páll Árnason yrði framsögumaður málsins.

4) 609. mál - ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 19/2012 um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn Kl. 09:22
Bergþór Magnússon og Guðbjörg Eva H. Baldursdóttir frá utanríkisráðuneyti og Sigurbjörg Stella Guðmundstóttir frá efnahags- og viðskiptaráðuneyti fóru yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Ákveðið var að Árni Páll Árnason yrði framsögumaður málsins.

5) 610. mál - ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 20/2012 um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn Kl. 09:26
Bergþór Magnússon og Guðbjörg Eva H. Baldursdóttir frá utanríkisráðuneyti og Sigurbjörg Stella Guðmundstóttir frá efnahags- og viðskiptaráðuneyti fóru yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Ákveðið var að Árni Páll Árnason yrði framsögumaður málsins.

6) 612. mál - ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 32/2012 um breytingu á XXII. viðauka við EES-samninginn Kl. 09:28
Bergþór Magnússon og Guðbjörg Eva H. Baldursdóttir frá utanríkisráðuneyti og Sigurbjörg Stella Guðmundstóttir frá efnahags- og viðskiptaráðuneyti fóru yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Ákveðið var að Árni Páll Árnason yrði framsögumaður málsins.

7) Fundargerð síðasta fundar Kl. 09:32
Fundargerðir tveggja funda utanríkismálanefndar frá 17. apríl voru lagðar fram til staðfestingar og verða birtar á vef Alþingis.

8) Önnur mál Kl. 09:33
Rætt var um starfið framundan og sérstakan fund um Makríldeiluna og mögulegar viðskiptaþvinganir ESB.

Fleira var ekki gert.

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir var fjarverandi vegna þingstarfa erlendis.
Gunnar Bragi Sveinsson og Mörður Árnason voru fjarverandi.

Fundi slitið kl. 10:04