48. fundur
utanríkismálanefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 26. apríl 2012 kl. 08:41


Mættir:

Árni Þór Sigurðsson (ÁÞS) formaður, kl. 08:41
Bjarni Benediktsson (BjarnB), kl. 08:55
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir (GLG), kl. 09:03
Helgi Hjörvar (HHj), kl. 08:41
Lúðvík Geirsson (LGeir) fyrir MÁ, kl. 08:42
Ragnheiður E. Árnadóttir (REÁ), kl. 08:46
Róbert Marshall (RM) fyrir ÁPÁ, kl. 08:42
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (SDG), kl. 08:41
Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson (SSS) fyrir GBS, kl. 08:48

Nefndarritari: Stígur Stefánsson

Bókað:

1) Fundargerð síðasta fundar. Kl. 08:41
Fundargerð fundar utanríkismálanefndar frá 20. apríl var lögð fram til staðfestingar og verður birt á vef Alþingis.

2) 601. mál - staðfesting samninga um veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum á árinu 2012 Kl. 08:42
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið. Að nefndaráliti stóðu Árni Þór Sigurðsson, Helgi Hjörvar, Lúðvík Geirsson, Róbert Marshall og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.

3) 373. mál - samþykkt rammasamnings milli ríkisstjórnar Íslands og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins Kl. 08:44
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið. Árni Þór Sigurðsson, Helgi Hjörvar, Lúðvík Geirsson og Róbert Marshall greiddu atkvæði með því að málið yrði afgreitt úr nefndinni og stóðu að nefndaráliti fyrsta minnihluta. Ragnheiður E. Árnadóttir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson voru andsnúinn því að málið yrði afgreitt.

Ragnheiður E. Árnadóttir lét bóka að einungis tveir aðalmenn í utanríkismálanefnd styddu afgreiðslu málsins og að tveir varamenn hefðu verið kallaðir á fundinn til að gera afgeiðslu þess mögulega.

4) Fundur sameiginlegu EES-nefndarinnar 30. apríl nk. Kl. 08:53
Á fund nefndarinnar komu Bergþór Magnússon og Jóhanna B. Bjarnadóttir frá utanríkisráðuneytinu. Þau gerðu grein fyrir málinu og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) Önnur mál. Kl. 09:28
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson lagði til að mál 373 - samþykkt rammasamnings milli ríkisstjórnar Íslands og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, yrði rætt nánar en formaður hafnaði því þar sem málið hefði verið afgreitt úr nefndinni fyrr á fundinum.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 09:30