52. fundur
utanríkismálanefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 8. maí 2012 kl. 09:07


Mættir:

Árni Þór Sigurðsson (ÁÞS) formaður, kl. 09:07
Árni Páll Árnason (ÁPÁ), kl. 09:07
Bjarni Benediktsson (BjarnB), kl. 09:13
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir (GLG), kl. 09:07
Gunnar Bragi Sveinsson (GBS), kl. 09:09
Helgi Hjörvar (HHj), kl. 09:15
Mörður Árnason (MÁ), kl. 09:07
Ragnheiður E. Árnadóttir (REÁ), kl. 09:26
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (SDG), kl. 09:07

Nefndarritari: Stígur Stefánsson

Bókað:

1) Fundargerð síðasta fundar. Kl. 09:08
Fundargerð fundar utanríkismálanefndar frá 7. maí var lögð fram til staðfestingar og verður birt á vef Alþingis.

2) 603. mál - fríverslunarsamningur EFTA og Hong Kong, Kína, samningur sömu aðila um vinnumál o.fl. Kl. 09:09
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið. Að nefndaráliti stóðu Árni Þór Sigurðsson, Árni Páll Árnason, Bjarni Benediktsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Helgi Hjörvar, Mörður Árnason, Ragnheiður E. Árnadóttir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson auk Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur sem skrifaði undir álitið með fyrirvara.

3) 604. mál - fríverslunarsamningur EFTA og Samstarfsráðs Arabaríkjanna við Persaflóa o.fl. Kl. 09:14
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið. Að nefndaráliti stóðu Árni Þór Sigurðsson, Árni Páll Árnason, Bjarni Benediktsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Helgi Hjörvar, Mörður Árnason, Ragnheiður E. Árnadóttir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson auk Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur sem skrifaði undir álitið með fyrirvara.

4) 605. mál - fríverslunarsamningur EFTA og Svartfjallalands og landbúnaðarsamningur Íslands og Svartfjallalands Kl. 09:14
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið. Að nefndaráliti stóðu Árni Þór Sigurðsson, Árni Páll Árnason, Bjarni Benediktsson, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Helgi Hjörvar, Mörður Árnason, Ragnheiður E. Árnadóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.

5) 573. mál - ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 120/2010 um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn Kl. 09:14
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið. Að nefndaráliti stóðu Árni Þór Sigurðsson, Árni Páll Árnason, Bjarni Benediktsson, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir,Gunnar Bragi Sveinsson, Helgi Hjörvar, Mörður Árnason, Ragnheiður E. Árnadóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.

6) 609. mál - ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 19/2012 um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn Kl. 09:17
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið. Að nefndaráliti stóðu Árni Þór Sigurðsson, Árni Páll Árnason, Bjarni Benediktsson, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Helgi Hjörvar, Mörður Árnason, Ragnheiður E. Árnadóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.

7) 610. mál - ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 20/2012 um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn Kl. 09:19
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið. Að nefndaráliti stóðu Árni Þór Sigurðsson, Árni Páll Árnason, Bjarni Benediktsson, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir,Gunnar Bragi Sveinsson, Helgi Hjörvar, Mörður Árnason, Ragnheiður E. Árnadóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.

8) 611. mál - ákvörðun EES-nefndarinnar um breytingu á XX. viðauka við EES-samninginn Kl. 09:21
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið. Að nefndaráliti stóðu Árni Þór Sigurðsson, Árni Páll Árnason, Bjarni Benediktsson, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Helgi Hjörvar, Mörður Árnason, Ragnheiður E. Árnadóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.

9) 612. mál - ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 32/2012 um breytingu á XXII. viðauka við EES-samninginn Kl. 09:22
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið. Að nefndaráliti stóðu Árni Þór Sigurðsson, Árni Páll Árnason, Bjarni Benediktsson, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Helgi Hjörvar, Mörður Árnason, Ragnheiður E. Árnadóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.

10) 621. mál - ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 78/2011 um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn Kl. 09:24
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið. Að nefndaráliti stóðu Árni Þór Sigurðsson, Árni Páll Árnason, Bjarni Benediktsson, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Helgi Hjörvar, Mörður Árnason, Ragnheiður E. Árnadóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.

11) 353. mál - ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 67/2011 um breytingu á II. og IV. viðauka við EES-samninginn Kl. 09:26
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið. Að nefndaráliti stóðu Árni Þór Sigurðsson, Árni Páll Árnason, Bjarni Benediktsson, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Helgi Hjörvar, Mörður Árnason, Ragnheiður E. Árnadóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.

12) 600. mál - staðfesting samnings um afhendingu vegna refsiverðrar háttsemi milli Norðurlandanna Kl. 09:28
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið. Farið var yfir minnisblaðið "Norræn handtökuskipun" frá innanríkisráðuneytinu.

13) 571. mál - ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 147/2009 um breytingu á XVIII. viðauka við EES-samninginn Kl. 09:43
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið.

14) Önnur mál. Kl. 09:44
Rætt var um starfið framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 09:46