53. fundur
utanríkismálanefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 10. maí 2012 kl. 08:51


Mættir:

Árni Þór Sigurðsson (ÁÞS) formaður, kl. 08:51
Árni Páll Árnason (ÁPÁ), kl. 08:51
Bjarni Benediktsson (BjarnB), kl. 08:54
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir (GLG), kl. 08:51
Gunnar Bragi Sveinsson (GBS), kl. 08:51
Mörður Árnason (MÁ), kl. 08:51
Ólöf Nordal (ÓN) fyrir REÁ, kl. 08:51
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (SDG), kl. 08:57

Nefndarritari: Stígur Stefánsson

Bókað:

1) Fundargerð síðasta fundar. Kl. 08:51
Fundargerð utanríkismálanefndar frá 8. maí var lögð fram til staðfestingar og verður birt á vef Alþingis.

2) 571. mál - ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 147/2009 um breytingu á XVIII. viðauka við EES-samninginn Kl. 08:51
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið. Að nefndaráliti stóðu Árni Þór Sigurðsson, Árni Páll Árnason, Ólöf Nordal, Gunnar Bragi Sveinsson, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir og Mörður Árnason.

3) 600. mál - staðfesting samnings um afhendingu vegna refsiverðrar háttsemi milli Norðurlandanna Kl. 08:54
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið. Að nefndaráliti stóðu Árni Þór Sigurðsson, Árni Páll Árnason, Bjarni Benediktsson, Ólöf Nordal, Gunnar Bragi Sveinsson, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Mörður Árnason og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.

4) Staða Icesave-málsins. Kl. 09:04
Á fundinn komu Tim Ward, aðalmálflytjandi íslenskra stjórnvalda, Kristján Andri Stefánsson frá utanríkisráðuneytinu, Þóra Hjaltested frá efnahags- og viðskiptaráðuneyti og Jóhannes Karl Sveinsson hrl.

Gestirnir fóru yfir gagnsvör íslenskra stjórnvalda við andsvörum Eftirlitsstofnunar EFTA og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) Önnur mál. Kl. 09:53
Fleira var ekki gert.

Helgi Hjörvar var fjarverandi.

Fundi slitið kl. 09:53