55. fundur
utanríkismálanefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 15. maí 2012 kl. 10:31


Mættir:

Árni Þór Sigurðsson (ÁÞS) formaður, kl. 10:31
Gunnar Bragi Sveinsson (GBS), kl. 10:31
Illugi Gunnarsson (IllG) fyrir BjarnB, kl. 10:41
Magnús Orri Schram (MSch), kl. 10:31
Ragnheiður E. Árnadóttir (REÁ), kl. 10:33
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (SDG), kl. 10:55

Nefndarritari: Stígur Stefánsson

Bókað:

1) Samningsafstaða vegna ESB, 24. kafli, dóms- og innanríkismál. Kl. 10:31
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um samningsafstöðu á sviði dóms- og innanríkismála. Á fundinn komu Ragnhildur Helgadóttir formaður samningahóps og Högni S. Kristjánsson frá utanríkisráðuneyti og svöruðu þau spurningum nefndarmanna.

2) Fundargerð síðasta fundar. Kl. 10:53
Fundargerð fundar utanríkismálanefndar frá 14. maí var lögð fram til staðfestingar og verður birt á vef Alþingis.

3) 696. mál - samningur milli Íslands og Færeyja um fiskveiðar innan íslenskrar og færeyskrar lögsögu 2012 Kl. 10:53
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið. Að nefndaráliti stóðu Árni Þór Sigurðsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Illugi Gunnarsson, Magnús Orri Schram, Ragnheiður E. Árnadóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.

4) Karfaveiðar á Reykjaneshrygg. Kl. 10:57
Á fund nefndarinnar komu Steingrímur J. Sigfússon sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Sigurgeir Þorgeirsson ráðuneytisstjóri sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis. Þeir fóru yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) Önnur mál. Kl. 11:48
Fleira var ekki gert.

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir var fjarverandi vegna þingstarfa erlendis.
Helgi Hjörvar og Mörður Árnason voru fjarverandi.

Fundi slitið kl. 11:49