14. fundur
utanríkismálanefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 27. nóvember 2012 kl. 08:59


Mættir:

Árni Þór Sigurðsson (ÁÞS) formaður, kl. 08:59
Ásmundur Einar Daðason (ÁsmD) fyrir SDG, kl. 08:59
Gunnar Bragi Sveinsson (GBS), kl. 08:59
Helgi Hjörvar (HHj), kl. 08:59
Jón Bjarnason (JBjarn), kl. 09:13
Mörður Árnason (MÁ), kl. 08:59
Ragnheiður E. Árnadóttir (REÁ), kl. 08:59

Nefndarritari: Þröstur Freyr Gylfason

Bókað:

1) Fundargerð síðasta fundar. Kl. 09:00
Umfjöllun nefndarinnar um dagskrárliðinn var frestað.

2) 280. mál - ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 168/2012 um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn Kl. 09:01
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið.

Formaður lét dreifa drögum að nefndaráliti. Að álitinu stóðu Árni Þór Sigurðsson, Ásmundur Einar Daðason, Gunnar Bragi Sveinsson, Helgi Hjörvar, Mörður Árnason og Ragnheiður E. Árnadóttir.

3) 279. mál - ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 167/2012 um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn Kl. 09:05
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið.

Formaður lét dreifa drögum að nefndaráliti. Að álitinu stóðu Árni Þór Sigurðsson, Ásmundur Einar Daðason, Gunnar Bragi Sveinsson, Helgi Hjörvar, Mörður Árnason og Ragnheiður E. Árnadóttir.

4) 98. mál - ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 55/2012 um breytingu á XII. viðauka við EES-samninginn Kl. 09:09
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið.

Formaður lét dreifa drögum að nefndaráliti. Að álitinu stóðu Árni Þór Sigurðsson, Ásmundur Einar Daðason, Gunnar Bragi Sveinsson, Helgi Hjörvar, Mörður Árnason og Ragnheiður E. Árnadóttir.

5) 100. mál - ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 115/2012 um breytingu á XX. viðauka við EES-samninginn Kl. 09:13
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið.

6) 97. mál - ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 101/2012 um breytingu á bókun 31 við EES-samninginn Kl. 09:21
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið.

Formaður lét dreifa drögum að nefndaráliti. Að álitinu stóðu Árni Þór Sigurðsson, Ásmundur Einar Daðason, Gunnar Bragi Sveinsson, Helgi Hjörvar, Jón Bjarnason, Mörður Árnason og Ragnheiður E. Árnadóttir.

7) 415. mál - stjórnarskipunarlög Kl. 09:26
Formaður gerði grein fyrir álitsbeiðni frá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd um frumvarp til stjórnarskipunarlaga um stjórnarskrá lýðveldisins Íslands. Nefndin hóf umfjöllun um málið og ræddi um fyrirhugaða málsmeðferð.

8) 62. mál - aukin áhrif Íslands á mótun og töku ákvarðana á vettvangi Evrópusamstarfs Kl. 09:45
Nefndin hóf umfjöllun um málið.

Nefndin ákvað að Árni Þór Sigurðsson yrði framsögumaður málsins.

9) Önnur mál. Kl. 09:49
Rætt var um störf nefndarinnar framundan.

Fleira var ekki gert.

Árni Páll Árnason og Bjarni Benediktsson voru fjarverandi.

Fundi slitið kl. 09:50