19. fundur
utanríkismálanefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 10. desember 2012 kl. 15:19


Mættir:

Árni Þór Sigurðsson (ÁÞS) formaður, kl. 15:19
Árni Páll Árnason (ÁPÁ), kl. 15:19
Gunnar Bragi Sveinsson (GBS), kl. 15:19
Helgi Hjörvar (HHj), kl. 15:19
Illugi Gunnarsson (IllG) fyrir BjarnB, kl. 15:19
Mörður Árnason (MÁ), kl. 15:19
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (SDG), kl. 15:19

Ragnheiður E. Árnadóttir var fjarverandi vegna þingstarfa erlendis.
Jón Bjarnason var fjarverandi.

Nefndarritari: Þröstur Freyr Gylfason

Bókað:

1) 381. mál - loftslagsmál Kl. 15:19
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið, sbr. álitsbeiðni frá umhverfis- og samgöngunefnd í 381. máli um frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 70/2012, um loftslagsmál (skráningarkerfi losunarheimilda, EES-reglur) og umfjöllun tveggja síðustu funda nefndarinnar.

Formaður lét dreifa drögum að áliti. Að álitinu stóðu Árni Þór Sigurðsson, form., Árni Páll Árnason, Mörður Árnason og Helgi Hjörvar. Þá stóð Jón Bjarnason einnig að álitinu, með fyrirvara, þótt hann hafi verið fjarstaddur afgreiðslu málsins, enda hafði hann tekið þátt í efnislegri umfjöllun nefndarinnar um málið og var því heimilt að rita undir álitið.

2) 296. mál - fullgilding viðbótarbókunar við samning á sviði refsiréttar um spillingu Kl. 15:32
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið.

Formaður lét dreifa drögum að nefndaráliti. Að álitinu stóðu Árni Þór Sigurðsson, Árni Páll Árnason, Helgi Hjörvar, Mörður Árnason, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Illugi Gunnarsson.

3) 500. mál - Íslandsstofa Kl. 15:35
Ákveðið var að Árni Þór Sigurðsson yrði framsögumaður málsins.

4) 415. mál - stjórnarskipunarlög Kl. 15:38
Á fund nefndarinnar komu Helga Hauksdóttir, Bergþór Magnússon og Sesselja Sigurðardóttir frá utanríkisráðuneyti. Næst kom á fund nefndarinnar Björg Thorarensen. Þá komu á fund nefndarinnar Björn Bjarnason og Guðmundur Hálfdánarson. Fjölluðu gestirnir um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) Önnur mál. Kl. 18:16
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 18:16