25. fundur
utanríkismálanefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 19. desember 2012 kl. 13:04


Mættir:

Árni Þór Sigurðsson (ÁÞS) formaður, kl. 13:10
Árni Páll Árnason (ÁPÁ), kl. 13:10
Gunnar Bragi Sveinsson (GBS), kl. 13:10
Jón Bjarnason (JBjarn), kl. 13:10
Mörður Árnason (MÁ), kl. 13:10
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (SDG), kl. 13:10

Bjarni Benediktsson, Helgi Hjörvar og Ragnheiður E. Árnadóttir voru fjarverandi.

Nefndarritari: Stígur Stefánsson

Bókað:

1) 500. mál - Íslandsstofa Kl. 13:07
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málð. Að áliti nefndarinnar stóðu Árni Þór Sigurðsson framsögumaður, Árni Páll Árnason, Gunnar Bragi Sveinsson (með fyrirvara) Jón Bjarnason, Mörður Árnason og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (með fyrirvara). Þá stóðu Ragnheiður E. Árnadóttir og Helgi Hjörvar einnig að álitinu þótt þau hafi verið fjarstödd afgreiðslu málsins, enda höfðu þau tekið þátt í efnislegri umfjöllun nefndarinnar um málið og var því heimilt að rita undir álitið.


2) Önnur mál. Kl. 13:27
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 13:27