24. fundur
utanríkismálanefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 18. desember 2012 kl. 08:39


Mættir:

Árni Þór Sigurðsson (ÁÞS) formaður, kl. 08:39
Árni Páll Árnason (ÁPÁ), kl. 08:39
Bjarni Benediktsson (BjarnB), kl. 08:39
Gunnar Bragi Sveinsson (GBS), kl. 08:39
Helgi Hjörvar (HHj), kl. 08:39
Jón Bjarnason (JBjarn), kl. 08:39
Mörður Árnason (MÁ), kl. 08:39
Ragnheiður E. Árnadóttir (REÁ), kl. 08:39
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (SDG), kl. 08:39

Nefndarritari: Þröstur Freyr Gylfason

Bókað:

1) Fundargerð síðasta fundar. Kl. 08:39
Umfjöllun nefndarinnar um dagskrármálið var frestað.

2) 122. mál - Fríverslunarsamningur EFTA-ríkjanna og Kólumbíu og landbúnaðarsamningur Íslands og Kólumbíu Kl. 08:40
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið.

Nefndin fékk á sinn fund Magnús Norðdahl frá Alþýðusambandi Íslands sem fjallaði um málið og svaraði spurningum nefndarmanna. Þá komu á fundinn Halldór Árnason frá Samtökum atvinnulífsins og Hermann Ottósson frá Íslandsstofu sem fjölluðu um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 415. mál - stjórnarskipunarlög Kl. 08:58
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið.

Á fund nefndarinnar kom Kristján Andri Stefánsson frá utanríkisráðuneyti sem fjallaði um málið og svaraði spurnigum nefndarmanna.

4) 500. mál - Íslandsstofa Kl. 09:56
Málið var tekið af dagskrá nefndarinnar.

5) Önnur mál. Kl. 09:56
Gunnar Bragi Sveinsson lagði fram drög nokkurra nefndarmanna að tillögu til þingsályktunar um hlé á aðildarviðræðum um aðild Íslands að ESB. Fjallaði nefndin um málið.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 09:59