37. fundur
utanríkismálanefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 19. febrúar 2013 kl. 09:02


Mættir:

Árni Þór Sigurðsson (ÁÞS) formaður, kl. 09:02
Álfheiður Ingadóttir (ÁI) fyrir ÞBack, kl. 10:31
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ) fyrir BjarnB, kl. 09:15
Gunnar Bragi Sveinsson (GBS), kl. 09:02
Lúðvík Geirsson (LGeir) fyrir ÁPÁ, kl. 10:31
Mörður Árnason (MÁ), kl. 09:02
Ragnheiður E. Árnadóttir (REÁ), kl. 09:02

Helgi Hjörvar og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson voru fjarverandi.

Nefndarritari: Stígur Stefánsson

Bókað:

1) Skuldakreppa Evrópu og framtíð evrunnar. Kl. 09:06
Á fundinn komu Peter Bekx, yfirmaður alþjóðlegra efnahags- og fjármála hjá framkvæmdastjórn ESB, og Timo Summa sendiherra. Bekx flutti erindi um skuldakreppu Evrópu og framtíð evrunnar og svaraði spurningum nefndarmanna.

Fulltrúum efnahags- og viðskiptanefndar var boðið að sitja þennan dagskrárlið og gerðu Guðlaugur Þór Þórðarson og Lilja Mósesdóttir það.

2) 62. mál - aukin áhrif Íslands á mótun og töku ákvarðana á vettvangi Evrópusamstarfs Kl. 10:25
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið. Að nefndaráliti stóðu Árni Þór Sigurðsson, Álfheiður Ingadóttir, Lúðvík Geirsson, Ragnheiður E. Árnadóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson og Gunnar Bragi Sveinsson.

3) 465. mál - ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 200/2012 um breytingu á XX. viðauka við EES-samninginn Kl. 10:33
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið. Lögð var fram umsögn um málið frá 1. minni hluta umhverfis- og samgöngunefndar. Að nefndaráliti stóðu Árni Þór Sigurðsson, Álfheiður Ingadóttir, Lúðvík Geirsson, Ragnheiður E. Árnadóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson og Gunnar Bragi Sveinsson.

4) Fundargerð síðasta fundar. Kl. 10:36
Fundargerðir fundar utanríkismálanefndar frá 12. og 14. febrúar voru lagðar fram til staðfestingar og verða birtar á vef Alþingis.

5) Önnur mál. Kl. 10:41
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:41