39. fundur
utanríkismálanefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 27. febrúar 2013 kl. 15:17


Mættir:

Árni Þór Sigurðsson (ÁÞS) formaður, kl. 15:17
Anna Margrét Guðjónsdóttir (AMG) fyrir ÁPÁ, kl. 15:23
Bjarni Benediktsson (BjarnB), kl. 15:29
Gunnar Bragi Sveinsson (GBS), kl. 15:17
Helgi Hjörvar (HHj), kl. 15:43
Ragnheiður E. Árnadóttir (REÁ), kl. 15:29
Þuríður Backman (ÞBack), kl. 15:29

Mörður Árnason og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson voru fjarverandi.

Nefndarritari: Stígur Stefánsson

Bókað:

1) 582. mál - áætlun um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands 2013--2016 Kl. 15:23
Á fund nefndarinnar komu María Erla Marelsdóttir, Þórarinna Söebech og Þorbjörn Jónsson frá utanríkisráðuneyti og Hannes Hauksson frá ÞSSÍ.

Eftirfarandi skjölum var dreift á fundinum:
- Development Co-operation Directorate: Special Review of Iceland - Draft Report.
- Sérstök rýni Þróunarsamvinnunefndar OECD á þróunarsamvinnu Íslands: Yfirlit yfir athugasemdir og tillögur rýnihóps.

Gestirnir fóru yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Nefndin ákvað að Árni Þór Sigurðsson yrði framsögumaður málsins.

2) 600. mál - Norðurlandasamningur um almannatryggingar Kl. 16:34
Á fund nefndarinnar komu Birgir Búason frá utanríkisráðuneyti og Hildur Sverrisdóttir Röed frá velferðarráðuneyti. Gestirnir kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Nefndin ákvað að Þuríður Backman yrði framsögumaður málsins.

3) Fundargerð síðasta fundar. Kl. 16:37
Fundargerð fundar utanríkismálanefndar frá 26. febrúar var lögð fram til staðfestingar og verður birt á vef Alþingis.

4) Önnur mál. Kl. 16:44
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 17:45