2. fundur
utanríkismálanefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 17. október 2013 kl. 08:35


Mættir:

Birgir Ármannsson (BÁ) formaður, kl. 08:35
Vilhjálmur Bjarnason (VilB) 2. varaformaður, kl. 08:35
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ), kl. 08:44
Frosti Sigurjónsson (FSigurj), kl. 08:35
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ), kl. 09:07
Katrín Jakobsdóttir (KJak) fyrir ÁÞS, kl. 08:35
Óttarr Proppé (ÓP), kl. 08:35
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 08:35
Össur Skarphéðinsson (ÖS), kl. 08:53

Ásmundur Einar Daðason var fjarverandi.

Nefndarritarar:
Stígur Stefánsson
Þröstur Freyr Gylfason

1563. fundur utanríkismálanefndar.

Bókað:

1) Fundargerðir síðustu funda. Kl. 08:35
Fundagerðir funda utanríkismálanefndar frá 4. júlí, 22. og 29. ágúst, 26. september og 8. október voru lagðar fram til staðfestingar og verða þær birtar á vef Alþingis.

2) Eftirlitskerfi með fjármálamörkuðum Kl. 08:36
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um upptöku reglugerða ESB um eftirlitskerfi með fjármálamörkuðum í EES-samninginn.

Á fund nefndarinnar komu Kristján Andri Stefánsson og Bryndís Kjartansdóttir frá utanríkisráðuneyti og Tómas Brynjólfsson og Eiríkur Áki Eggertsson frá fjármála- og efnahagsráðuneyti. Fjölluðu þau um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Kynning á þingmálaskrá utanríkisráðherra. Kl. 09:33
Á fund nefndarinnar komu Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra og Hermann Ingólfsson og Högni Kristjánsson frá utanríkisráðuneyti. Ráðherra kynnti þingmálaskrá skv. 3. mgr. 47. gr. laga um þingsköp Alþingis nr. 55/1991 og svaraði spurningum nefndarmanna.

4) 73. mál - fríverslunarsamningur Íslands og Kína Kl. 09:48
Samþykkt var að óska umsagna um málið. Frestur til að veita umsagnir var ákveðinn til og með 11. nóvember 2013.

5) 74. mál - ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 181/2012 um breytingu á XIX. viðauka við EES-samninginn Kl. 09:55
Samþykkt var að óska umsagna um málið. Frestur til að veita umsagnir var ákveðinn til og með 11. nóvember 2013.

6) 75. mál - ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 45/2013 um breytingu á XX. viðauka við EES-samninginn Kl. 09:56
Umfjöllun nefndarinnar um dagskrármálið var frestað.

7) 76. mál - ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 86/2013 um breytingu á XII. viðauka við EES-samninginn Kl. 09:56
Umfjöllun nefndarinnar um dagskrármálið var frestað.

8) 77. mál - ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 94/2013 um breytingu á XVII. viðauka við EES-samninginn Kl. 09:56
Samþykkt var að óska umsagna um málið. Frestur til að veita umsagnir var ákveðinn til og með 11. nóvember 2013.

9) 78. mál - ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 129/2013 um breytingu á XVI. viðauka við EES-samninginn Kl. 09:56
Umfjöllun nefndarinnar um dagskrármálið var frestað.

10) Önnur mál Kl. 09:56
- Næstu skref í umfjöllun nefndarinnar um upptöku tilskipunar 2006/24 um gagnageymd (geymslu fjarskiptaupplýsinga) í EES-samninginn.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:02