10. fundur
utanríkismálanefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 22. nóvember 2013 kl. 13:06


Mættir:

Birgir Ármannsson (BÁ) formaður, kl. 13:06
Ásmundur Einar Daðason (ÁsmD) 1. varaformaður, kl. 13:30
Vilhjálmur Bjarnason (VilB) 2. varaformaður, kl. 13:06
Árni Þór Sigurðsson (ÁÞS), kl. 13:06
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ), kl. 13:06
Óttarr Proppé (ÓP), kl. 13:06
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 13:09
Össur Skarphéðinsson (ÖS), kl. 13:26

Frosti Sigurjónsson og Guðlaugur Þór Þórðarson voru fjarverandi.

Nefndarritarar:
Stígur Stefánsson
Þröstur Freyr Gylfason

1571. fundur utanríkismálanefndar.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:13
Fundargerðir funda utanríkismálanefndar frá 7., 14., 15. og 19. nóvember voru lagðar fram til samþykktar og verða birtar á vef Alþingis.

2) 73. mál - fríverslunarsamningur Íslands og Kína Kl. 13:13
Á fund nefndarninar kom Sonja Ýr Þorbergsdóttir frá Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja, BSRB. Kynnti gesturinn afstöðu til málsins og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) 77. mál - ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 94/2013 um breytingu á XVII. viðauka við EES-samninginn Kl. 13:25
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið. Að nefndaráliti stóðu Birgir Ármannsson formaður, Óttarr Proppé framsögumaður, Árni Þór Sigurðsson, Silja Dögg Gunnarsdóttir, Vilhjálmur Bjarnason og Össur Skarphéðinsson.

4) 75. mál - ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 45/2013 um breytingu á XX. viðauka við EES-samninginn Kl. 13:29
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið. Að nefndaráliti stóðu Birgir Ármannsson formaður, Össur Skarphéðinsson framsögumaður, Ásmundur Einar Daðason, Óttarr Proppé, Árni Þór Sigurðsson, Silja Dögg Gunnarsdóttir og Vilhjálmur Bjarnason. Birgitta Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi var samþykk álitinu.

5) 74. mál - ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 181/2012 um breytingu á XIX. viðauka við EES-samninginn Kl. 13:33
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið. Að nefndaráliti stóðu Birgir Ármannsson formaður, Vilhjálmur Bjarnason framsögumaður, Ásmundur Einar Daðason, Óttarr Proppé, Silja Dögg Gunnarsdóttir og Össur Skarphéðinsson. Birgitta Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi var samþykk álitinu.

6) 78. mál - ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 129/2013 um breytingu á XVI. viðauka við EES-samninginn Kl. 13:42
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið.

7) Önnur mál Kl. 13:46
a) Störf nefndarinnar framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 13:53