17. fundur
utanríkismálanefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 17. desember 2013 kl. 09:41


Mættir:

Birgir Ármannsson (BÁ) formaður, kl. 09:41
Árni Þór Sigurðsson (ÁÞS), kl. 09:34
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ), kl. 09:34
Frosti Sigurjónsson (FSigurj), kl. 09:39
Óttarr Proppé (ÓP), kl. 09:35
Sigurður Páll Jónsson (SPJ) fyrir ÁsmD, kl. 09:35
Össur Skarphéðinsson (ÖS), kl. 09:34

Guðlaugur Þór Þórðarson, Silja Dögg Gunnarsdóttir og Vilhjálmur Bjarnason voru fjarverandi.

Nefndarritarar:
Stígur Stefánsson
Þröstur Freyr Gylfason

1578. fundur utanríkismálanefndar.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:41
Umfjöllun nefndarinnar um dagskrármálið var frestað.

2) 206. mál - framferði kínverskra yfirvalda gagnvart tíbesku þjóðinni Kl. 09:41
Ákveðið var að senda málið til umsagnar.

3) 73. mál - fríverslunarsamningur Íslands og Kína Kl. 09:42
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið.

4) Eftirlitskerfi ESB með fjármálamörkuðum Kl. 09:48
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um upptöku reglugerða ESB um eftirlitskerfi með fjármálamörkuðum í EES-samninginn.

Á fund nefndarinnar komu Kristján Andri Stefánsson og Bryndís Kjartansdóttir frá utanríkisráðuneyti og Tómas Brynjólfsson frá fjármála- og efnahagsráðuneyti. Fjölluðu þau um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) Önnur mál Kl. 10:19
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:19