26. fundur
utanríkismálanefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 17. febrúar 2014 kl. 15:06


Mættir:

Birgir Ármannsson (BÁ) formaður, kl. 15:02
Vilhjálmur Bjarnason (VilB) 2. varaformaður, kl. 15:02
Frosti Sigurjónsson (FSigurj), kl. 15:02
Óttarr Proppé (ÓP), kl. 15:02
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 15:02
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) fyrir ÁÞS, kl. 15:02
Össur Skarphéðinsson (ÖS), kl. 15:02

Ásmundur Einar Daðason og Guðlaugur Þór Þórðarson voru fjarverandi.

Nefndarritari: Þröstur Freyr Gylfason

Bókað:

1) Fundargerðir Kl. 15:06
Umfjöllun nefndarinnar um dagskrármálið var frestað.

2) 288. mál - samningur um þátttöku Króatíu á Evrópska efnahagssvæðinu Kl. 15:06
Á fundinn komu Högni S. Kristjánsson og Anna Katrín Vilhjálmsdóttir frá utanríkisráðuneyti og Eva Margrét Kristinsdóttir frá velferðarráðuneyti. Gerðu gestirnir grein fyrir málinu og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Lagt var til að Vilhjálmur Bjarnason yrði framsögumaður málsins. Tillagan var samþykkt.

3) Aðgangur að fundargerðum utanríkismálanefndar Kl. 15:31
Nefndin fjallaði um aðgang að fundargerðum utanríkismálanefndar.

4) Reikiþjónusta fjarskiptafyrirtækja Kl. 16:05
Umfjöllun nefndarinnar um dagskrármálið var frestað.

5) Skipulag tíðnirófsins Kl. 16:05
Umfjöllun nefndarinnar um dagskrármálið var frestað.

6) Þingleg meðferð EES-mála Kl. 16:05
Á fund nefndarinnar kom Þröstur Freyr Gylfason, nefndarritari utanríkismálanefndar (EES-mál). Gerði hann grein fyrir þinglegri meðferð EES-mála og svaraði spurningum nefndarmanna.

7) Vinnuhópur utanríkismálanefndar um EES-mál. Kl. 16:34
Nefndin fjallaði um vinnuhóp utanríkismálanefndar um EES-mál.

8) Önnur mál Kl. 16:47
a) Störf nefndarinnar á næstunni.
b) Aðgangur nefndarmanna að rafrænum gagnasöfnum og upplýsingaveitum.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 16:50