36. fundur
utanríkismálanefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 13. mars 2014 kl. 09:04


Mættir:

Birgir Ármannsson (BÁ) formaður, kl. 09:04
Ásmundur Einar Daðason (ÁsmD) 1. varaformaður, kl. 09:04
Vilhjálmur Bjarnason (VilB) 2. varaformaður, kl. 09:30
Árni Þór Sigurðsson (ÁÞS), kl. 09:04
Frosti Sigurjónsson (FSigurj), kl. 09:04
Óttarr Proppé (ÓP), kl. 09:04
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 09:04
Össur Skarphéðinsson (ÖS), kl. 09:04

Guðlaugur Þór Þórðarson var fjarverandi.

Nefndarritarar:
Stígur Stefánsson
Þröstur Freyr Gylfason

1597. fundur utanríkismálanefndar.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:04
Umfjöllun nefndarinnar um dagskrármálið var frestað.

2) Minnisblað um trúnað í utanríkismálanefnd. Kl. 09:04
Nefndin fjallaði um trúnað í utanríkismálanefnd.

3) 288. mál - samningur um þátttöku Króatíu á Evrópska efnahagssvæðinu Kl. 09:27
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið. Að nefndaráliti stóðu Birgir Ármannsson formaður, Vilhjálmur Bjarnason framsögumaður, Ásmundur Einar Daðason, Árni Þór Sigurðsson, Frosti Sigurjónsson, Óttarr Proppé, Silja Dögg Gunnarsdóttir, Össur Skarphéðinsson og Sigríður Á. Andersen.

Árni Þór Sigurðsson gerði fyrirvara við álitið sem laut að því að hann teldi ekki nauðsynlegt að nýta heimildir til tímabundinnar frestunar á gildistöku ákvæða.

4) Staða makrílmálsins Kl. 09:35
Á fund nefndarinnar komu Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra. Einnig komu Einar Gunnarsson og Sunna Gunnars Marteinsdóttir frá utanríkisráðuneyti og Sigurgeir Þorgeirsson, Jóhann Guðmundsson og Helga Sigurrós Valgeirsdóttir frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.

Gerðu ráðherrarnir grein fyrir stöðu makrílmálsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) Önnur mál Kl. 10:56
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:56