37. fundur
utanríkismálanefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 18. mars 2014 kl. 09:05


Mættir:

Vilhjálmur Bjarnason (VilB) 2. varaformaður, kl. 09:05
Árni Þór Sigurðsson (ÁÞS), kl. 09:05
Frosti Sigurjónsson (FSigurj), kl. 09:05
Óttarr Proppé (ÓP), kl. 09:05
Sigríður Á. Andersen (SÁA) fyrir GÞÞ, kl. 09:05
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 09:05
Valgerður Gunnarsdóttir (ValG) fyrir BÁ, kl. 09:05
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE) fyrir ÁsmD, kl. 11:16
Össur Skarphéðinsson (ÖS), kl. 09:05

Silja Dögg Gunnarsdóttir vék af fundi kl. 11:16. Í hennar stað tók sæti Páll Jóhann Pálsson.

Nefndarritari: Þröstur Freyr Gylfason

1598. fundur utanríkismálanefndar.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:05
Umfjöllun nefndarinnar um dagskrármálið var frestað.

2) Reglugerð (ESB) nr. 1203/2012 er varðar reikiþjónustu fjarskiptafyrirtækja Kl. 09:08
Nefndin fjallaði um reglugerð (ESB) nr. 1203/2012 er varðar reikiþjónustu fjarskiptafyrirtækja. Á fund nefndarinnar komu Anna K. Vilhjálmsdóttir frá utanríkisráðuneyti, Rúnar Guðjónsson frá innanríkisráðuneyti og Björn Geirsson og Þorleifur Jónasson frá Póst- og fjarskiptastofnun.

Fjölluðu gestirnir um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Ákvörðun nr. 243/2012/ESB er varðar skipulag tíðnirófsins Kl. 09:27
Nefndin fjallaði um ákvörðun nr. 243/2012/ESB er varðar skipulag tíðnirófsins. Á fund nefndarinnar komu Anna K. Vilhjálmsdóttir frá utanríkisráðuneyti, Rúnar Guðjónsson frá innanríkisráðuneyti og Björn Geirsson og Þorleifur Jónasson frá Póst- og fjarskiptastofnun.

Fjölluðu gestirnir um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 340. mál - umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu dregin til baka Kl. 09:56
Nefndin hóf samhliða umfjöllun um þrjú þingmál:
- mál 340: tillögu til þingsályktunar um að draga til baka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu og um eflingu samstarfs við Evrópusambandið og Evrópuríki,
- mál 344: tillögu til þingsályktunar um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið,
- mál 352: tillögu til þingsályktunar um formlegt hlé á aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins og þjóðaratkvæðagreiðslu um viðræðurnar.

Lagt var til að Birgir Ármannsson yrði framsögumaður 340. máls. Tillagan var samþykkt.

Samþykkt var að óska umsagna um málin þrjú. Frestur til að veita umsagnir var ákveðinn til og með 8. apríl 2014.

5) 344. mál - ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið Kl. 09:56
Nefndin hóf samhliða umfjöllun um þrjú þingmál:
- mál 340: tillögu til þingsályktunar um að draga til baka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu og um eflingu samstarfs við Evrópusambandið og Evrópuríki,
- mál 344: tillögu til þingsályktunar um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið,
- mál 352: tillögu til þingsályktunar um formlegt hlé á aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins og þjóðaratkvæðagreiðslu um viðræðurnar.

Samþykkt var að óska umsagna um málin þrjú. Frestur til að veita umsagnir var ákveðinn til og með 8. apríl 2014.

6) 352. mál - formlegt hlé á aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins og þjóðaratkvæðagreiðslu um viðræðurnar Kl. 09:56
Nefndin hóf samhliða umfjöllun um þrjú þingmál:
- mál 340: tillögu til þingsályktunar um að draga til baka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu og um eflingu samstarfs við Evrópusambandið og Evrópuríki,
- mál 344: tillögu til þingsályktunar um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið,
- mál 352: tillögu til þingsályktunar um formlegt hlé á aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins og þjóðaratkvæðagreiðslu um viðræðurnar.

Samþykkt var að óska umsagna um málin þrjú. Frestur til að veita umsagnir var ákveðinn til og með 8. apríl 2014.

7) Ástandið í Úkraínu. Kl. 10:00
Á fund nefndarinnar kom Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra. Einnig Hermann Örn Ingólfsson, Bergdís Ellertsdóttir, Sunna Gunnars Marteinsdóttir, Jónas G. Allansson, Axel Nikulásson og Pétur Gunnar Thorsteinsson frá utanríkisráðuneyti.

Gerði utanríkisráðherra grein fyrir ástandinu í Úkraínu og svaraði spurningum nefndarmanna.

Umræðan var bundin trúnaði sbr. 24. gr. þingskapa.

8) Alþjóðlegar þvingunaraðgerðir. Kl. 10:40
Á fund nefndarinnar komu Hermann Örn Ingólfsson og Pétur Gunnar Thorsteinsson frá utanríkisráðuneyti.

Gerðu þeir grein fyrir framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða og svöruðu spurningum nefndarmanna.

9) Önnur mál Kl. 11:08
a) Norræn framboð til setu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:53