38. fundur
utanríkismálanefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 25. mars 2014 kl. 08:38


Mættir:

Birgir Ármannsson (BÁ) formaður, kl. 08:38
Ásmundur Einar Daðason (ÁsmD) 1. varaformaður, kl. 08:38
Vilhjálmur Bjarnason (VilB) 2. varaformaður, kl. 08:38
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ), kl. 08:38
Frosti Sigurjónsson (FSigurj), kl. 08:38
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ), kl. 08:38
Óttarr Proppé (ÓP), kl. 08:38
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 08:38
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) fyrir ÁÞS, kl. 08:38
Össur Skarphéðinsson (ÖS), kl. 08:38

Nefndarritari: Þröstur Freyr Gylfason

1599. fundur utanríkismálanefndar.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 08:38
Umfjöllun nefndarinnar um dagskrármálið var frestað.

2) 340. mál - umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu dregin til baka Kl. 08:38
Á fund nefndarinnar kom Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra. Einnig Högni S. Kristjánsson og Sunna Gunnars Marteinsdóttir frá utanríkisráðuneyti.

Gerði utanríkisráðherra grein fyrir málinu og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) Eftirlitskerfi ESB með fjármálamörkuðum Kl. 09:35
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um eftirlitskerfi ESB með fjármálamörkuðum.

Á fund nefndarinnar komu Kristján Andri Stefánsson frá utanríkisráðuneyti, Páll Þórhallsson frá forsætisráðuneyti, Tómas Brynjólfsson frá fjármálaráðuneyti og Skúli Magnússon.

Gerðu gestirnir grein fyrir stöðu málsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Umræðan var bundin trúnaði skv. 24. gr. þingskapa.

4) 327. mál - fríverslunarsamningur EFTA-ríkjanna og Kólumbíu og landbúnaðarsamningur Íslands og Kólumbíu Kl. 10:27
Nefndin fjallaði samhliða um þrjár tillögur um fullgildingu fríverslunarsamninga, í þingmálum nr. 327, 328 og 329.

Á fund nefndarinnar komu Bergdís Ellertsdóttir og Ragnar Kristjánsson frá utanríkisráðuneyti. Gerðu þau grein fyrir málunum og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Lagt var til að Össur Skarphéðinsson yrði framsögumaður 327. máls. Tillagan var samþykkt.

Samþykkt var að óska umsagna um málin þrjú. Frestur til að veita umsagnir var ákveðinn til og með 4. apríl 2014.

5) 328. mál - fríverslunarsamningur EFTA-ríkjanna og Lýðveldisins Kostaríka og Lýðveldisins Panama Kl. 10:27
Nefndin fjallaði samhliða um þrjár tillögur um fullgildingu fríverslunarsamninga, í þingmálum nr. 327, 328 og 329.

Á fund nefndarinnar komu Bergdís Ellertsdóttir og Ragnar Kristjánsson frá utanríkisráðuneyti. Gerðu þau grein fyrir málunum og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Lagt var til að Óttarr Proppé yrði framsögumaður 328. máls. Tillagan var samþykkt.

Samþykkt var að óska umsagna um málin þrjú. Frestur til að veita umsagnir var ákveðinn til og með 4. apríl 2014.

6) 329. mál - fríverslunarsamningur EFTA og Bosníu og Hersegóvínu og landbúnaðarsamningur sömu ríkja Kl. 10:27
Nefndin fjallaði samhliða um þrjár tillögur um fullgildingu fríverslunarsamninga, í þingmálum nr. 327, 328 og 329.

Á fund nefndarinnar komu Bergdís Ellertsdóttir og Ragnar Kristjánsson frá utanríkisráðuneyti. Gerðu þau grein fyrir málunum og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Lagt var til að Silja Dögg Gunnarsdóttir yrði framsögumaður 329. máls. Tillagan var samþykkt.

Samþykkt var að óska umsagna um málin þrjú. Frestur til að veita umsagnir var ákveðinn til og með 4. apríl 2014.

7) Önnur mál Kl. 10:58
a) Málsmeðferð þriggja þingsályktunartillagna er varða ESB-aðildarumsóknarferlið.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:09