42. fundur
utanríkismálanefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 1. apríl 2014 kl. 09:05


Mættir:

Ásmundur Einar Daðason (ÁsmD) 1. varaformaður, kl. 09:01
Vilhjálmur Bjarnason (VilB) 2. varaformaður, kl. 09:01
Frosti Sigurjónsson (FSigurj), kl. 09:04
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ), kl. 09:18
Óttarr Proppé (ÓP), kl. 09:08
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) fyrir ÁÞS, kl. 09:10
Össur Skarphéðinsson (ÖS), kl. 09:05

Birgir Ármannsson og Silja Dögg Gunnarsdóttir voru fjarverandi vegna þingstarfa erlendis.

Nefndarritari: Þröstur Freyr Gylfason

1603. fundur utanríkismálanefndar.

Bókað:

1) Fundargerð síðasta fundar Kl. 09:05
Umfjöllun nefndarinnar um dagskrármálið var frestað.

2) 320. mál - aðildarviðræður við Evrópusambandið Kl. 09:04
Fyrst kom á fund nefndarinnar Stefán Már Stefánsson prófessor. Gerði hann grein fyrir málinu og svaraði spurningum nefndarmanna. Næst komu á fund nefndarinnar Dóra Guðmundsdóttir og Benedikt Egill Árnason. Gerðu þau grein fyrir málinu og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Fundur sameiginlegur EES-nefndarinnar 4. apríl 2014 Kl. 11:09
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um fund sameiginlegu EES-nefndarinnar 4. apríl 2014.

Nefndin ákvað að taka til nánari athugunar, sbr. 1. mgr. 26. gr. laga um þingsköp Alþingis nr. 55/1991, efni eftirtalinna gerða:
- reglugerðar (ESB) nr. 141/2003, er varðar Heilsufarsrannsókn Evrópusambandsins (European health interview survey - EHIS), sbr. fyrirhugaða ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 57/2014,
- reglugerðar (ESB) nr. 812/2013, er varðar orkumerkingar vatnshitara, geymslutanka fyrir heitt vatn og pakka með vatnshitara og búnaði sem nýtir sólarorku, sbr. fyrirhugaða ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 47/2014,
- reglugerðar (ESB) nr. 801/2013, er varðar kröfur varðandi visthönnun raf- og rafeindatækja til heimilis- og skrifstofunota með tilliti til aflþarfar þeirra í reiðuham eða þegar slökkt er á þeim og um breytingu á reglugerð (EB) nr. 642/2009 að því er varðar kröfur varðandi visthönnun á sjónvörpum, sbr. fyrirhugaða ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 47/2014,
- reglugerðar (ESB) nr. 811/2013, er varðar orkumerkingar hitara fyrir rými, sambyggðra hitara, pakka með hitara fyrir rými, hitastýringu og búnaði sem nýtir sólarorku og pakka með sambyggðum hitara, hitastýringu og búnaði sem nýtir sólarorku, sbr. fyrirhugaða ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 47/2014,
- ákvörðunar 2013/633/ESB, er varðar gildistíma viðmiða fyrir veitingu umhverfismerkis ESB fyrir raf- eða gasdrifnar varmadælur, sbr. fyrirhugaða ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 55/2014.

Með hliðsjón af fyrrgreindu ákvað nefndin að beina þeirri ósk til utanríkisráðherra að íslensk stjórnvöld beittu sér fyrir því að fyrirhuguðum þremur ákvörðunum sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 47/2014, nr. 55/2014 og nr. 57/2014, er vörðuðu upptöku framangreindra ESB-gerða í EES-samninginn, yrðu teknar af dagskrá fundar sameiginlegu EES-nefndarinnar 4. apríl 2014 á meðan utanríkismálanefnd Alþingis fjallaði nánar um málið.

4) Önnur mál Kl. 11:46
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:46