49. fundur
utanríkismálanefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 6. maí 2014 kl. 09:00


Mættir:

Birgir Ármannsson (BÁ) formaður, kl. 09:57
Ásmundur Einar Daðason (ÁsmD) 1. varaformaður, kl. 09:12
Vilhjálmur Bjarnason (VilB) 2. varaformaður, kl. 09:08
Árni Þór Sigurðsson (ÁÞS), kl. 09:08
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ), kl. 10:16
Frosti Sigurjónsson (FSigurj), kl. 09:20
Guðmundur Steingrímsson (GStein) fyrir ÓP, kl. 09:16
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 09:08
Össur Skarphéðinsson (ÖS), kl. 09:17

Guðlaugur Þór Þórðarson var fjarverandi.

Nefndarritari: Stígur Stefánsson

1610. fundur utanríkismálanefndar

Bókað:

1) 340. mál - umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu dregin til baka Kl. 09:09
Nefndin hélt áfram samhliða umfjöllun um þrjú þingmál:
- mál 340: tillögu til þingsályktunar um að draga til baka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu og um eflingu samstarfs við Evrópusambandið og Evrópuríki,
- mál 344: tillögu til þingsályktunar um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið,
- mál 352: tillögu til þingsályktunar um formlegt hlé á aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins og þjóðaratkvæðagreiðslu um viðræðurnar.

Á fund nefndarinnar komu fyrst Vigdís Hauksdóttir, Jón Bjarnason, Erna Bjarnadóttir og Halldóra Hjaltadóttir frá Heimssýn. Fóru þau yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þá komu á fund nefndarinnar Halldór Grönvold frá ASÍ, Pétur Reimarsson og Þorsteinn Víglundsson frá Samtökum atvinnulífsins, Frosti Ólafsson frá Viðskiptaráði Íslands og Almar Guðmundsson frá Félagi atvinnurekenda. Fóru þeir yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

2) 344. mál - ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið Kl. 11:54
Sjá bókun við dagskrárlið 2.

3) 352. mál - formlegt hlé á aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins og þjóðaratkvæðagreiðslu um viðræðurnar Kl. 11:55
Sjá bókun við dagskrárlið 2.

4) Önnur mál Kl. 11:55
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:00