47. fundur
utanríkismálanefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 2. maí 2014 kl. 08:30


Mættir:

Birgir Ármannsson (BÁ) formaður, kl. 08:42
Ásmundur Einar Daðason (ÁsmD) 1. varaformaður, kl. 09:17
Vilhjálmur Bjarnason (VilB) 2. varaformaður, kl. 09:30
Katrín Jakobsdóttir (KJak) fyrir ÁÞS, kl. 08:42
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 09:00
Össur Skarphéðinsson (ÖS), kl. 08:49

Katrín Jakobsdóttir vék af fundi kl. 9.30.
Frosti Sigurjónsson og Guðlaugur Þór Þórðarson voru fjarverandi vegna annarra þingstarfa.
Óttarr Proppé var fjarverandi.

Nefndarritari: Stígur Stefánsson

1608. fundur utanríkismálanefndar

Bókað:

1) Ástandið í Úkraínu. Kl. 08:43
Á fund nefndarinnar komu Hermann Ingólfsson, Estrid Brekkan og Jónas Allansson frá utanríkisráðuneyti. Gerðu þau grein fyrir málinu og svöruðu spurningum nefndarmanna.

2) 88. mál - stuðningur við sjálfsákvörðunarrétt íbúa Vestur-Sahara Kl. 09:24
Framhaldsnefndarálit var samþykkt. Að því stóðu Birgir Ármannsson, Ásmundur Einar Daðason, Katrín Jakobsdóttir, Silja Dögg Gunnarsdóttir og Össur Skarphéðinsson.

3) 327. mál - fríverslunarsamningur EFTA-ríkjanna og Kólumbíu og landbúnaðarsamningur Íslands og Kólumbíu Kl. 09:30
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið. Að nefndaráliti stóðu Birgir Ármannsson, Ásmundur Einar Daðason, Silja Dögg Gunnarsdóttir, Vilhjálmur Bjarnason og Össur Skarphéðinsson.

4) 328. mál - fríverslunarsamningur EFTA-ríkjanna og Lýðveldisins Kostaríka og Lýðveldisins Panama Kl. 09:52
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið. Að nefndaráliti stóðu Birgir Ármannsson, Ásmundur Einar Daðason, Silja Dögg Gunnarsdóttir, Vilhjálmur Bjarnason og Össur Skarphéðinsson.

5) 329. mál - fríverslunarsamningur EFTA og Bosníu og Hersegóvínu og landbúnaðarsamningur sömu ríkja Kl. 09:52
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið. Að nefndaráliti stóðu Birgir Ármannsson, Ásmundur Einar Daðason, Silja Dögg Gunnarsdóttir, Vilhjálmur Bjarnason og Össur Skarphéðinsson.

6) 564. mál - samningur milli Íslands og Færeyja um fiskveiðar innan íslenskrar og færeyskrar lögsögu 2014 Kl. 09:53
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið. Að nefndaráliti stóðu Birgir Ármannsson, Ásmundur Einar Daðason, Silja Dögg Gunnarsdóttir, Vilhjálmur Bjarnason og Össur Skarphéðinsson.

7) 566. mál - staðfesting samninga um veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum á árinu 2014 Kl. 09:53
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið. Að nefndaráliti stóðu Birgir Ármannsson, Ásmundur Einar Daðason, Silja Dögg Gunnarsdóttir, Vilhjálmur Bjarnason og Össur Skarphéðinsson.

8) Fundargerð Kl. 09:58
Fundargerð frá fundi nefndarinnar 29. mars var lögð fram til staðfestingar og verður birt á vef Alþingis.

9) Önnur mál Kl. 09:59
Fjallað var um Úganda.
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:30