12. fundur
utanríkismálanefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 11. nóvember 2014 kl. 08:30


Mættir:

Birgir Ármannsson (BÁ) formaður, kl. 08:35
Vilhjálmur Bjarnason (VilB) 2. varaformaður, kl. 08:55
Elín Hirst (ElH) fyrir Guðlaug Þór Þórðarson (GÞÞ), kl. 08:35
Frosti Sigurjónsson (FSigurj), kl. 09:06
Katrín Jakobsdóttir (KJak), kl. 08:38
Óttarr Proppé (ÓP), kl. 08:35
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 08:38
Össur Skarphéðinsson (ÖS), kl. 08:35

Ásmundur Einar Daðason var fjarverandi.

Nefndarritari: Sesselja Sigurðardóttir

1636. fundur utanríkismálanefndar.

Bókað:

1) Staða makrílmálsins Kl. 08:36
Á fund nefndarinnar komu Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Sigurgeir Þorgeirsson og Helga Sigurrós Valgeirsdóttir frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti. Ráðherra fór yfir málið og svaraði spurningum nefndarmanna. Umræðan var bundin trúnaði skv. 24. gr. þingskapalaga.

2) Fundargerð Kl. 09:34
Fundargerð 11. fundar var samþykkt.

3) Tilskipun 2013/14/ESB um áhættumat lífeyrisjóða, verðbréfasjóða og fagfjárfestasjóða á fjárfestingu Kl. 09:36
Fyrir fundinum lá álit efnahags- og viðskiptanefndar eftir efnislega umfjöllun samkvæmt 2. gr. reglna um þinglega meðferð EES-mála. Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið og verður utanríkisráðuneyti upplýst þar um.

4) Reglugerð (ESB) 167/2013 er varðar dráttarvélar. Kl. 09:40
Fyrir fundinum lá álit umhverfis- og samgöngunefndar eftir efnislega umfjöllun samkvæmt 2. gr. reglna um þinglega meðferð EES-mála. Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið og verður utanríkisráðuneyti upplýst þar um.

5) Reglugerð (ESB) 168/2013 er varðar bifhjól. Kl. 09:41
Fyrir fundinum lá álit umhverfis- og samgöngunefndar eftir efnislega umfjöllun samkvæmt 2. gr. reglna um þinglega meðferð EES-mála. Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið og verður utanríkisráðuneyti upplýst þar um.

6) Tilskipun 2012/19/ESB er varðar raf- og rafeindatækjaúrgang. Kl. 09:42
Fyrir fundinum lá álit umhverfis- og samgöngunefndar eftir efnislega umfjöllun samkvæmt 2. gr. reglna um þinglega meðferð EES-mála. Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið og verður utanríkisráðuneyti upplýst þar um.

7) Tilskipun 2010/75/ESB er varðar losun mengunarefna frá iðnaði. Kl. 09:43
Fyrir fundinum lá álit umhverfis- og samgöngunefndar eftir efnislega umfjöllun samkvæmt 2. gr. reglna um þinglega meðferð EES-mála. Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið og verður utanríkisráðuneyti upplýst þar um.

8) Reglugerð (ESB) nr. 452/2014 um tæknikröfur og stjórnsýslumeðferð sem tengjast flugrekstri rekstraraðila í þriðja landi Kl. 09:45
Fyrir fundinum lá álit umhverfis- og samgöngunefndar eftir efnislega umfjöllun samkvæmt 2. gr. reglna um þinglega meðferð EES-mála. Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið og verður utanríkisráðuneyti upplýst þar um.

9) Önnur mál Kl. 09:47
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 09:47