23. fundur
utanríkismálanefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 24. febrúar 2015 kl. 09:00


Mættir:

Birgir Ármannsson (BÁ) formaður, kl. 09:02
Ásmundur Einar Daðason (ÁsmD) 1. varaformaður, kl. 09:38
Vilhjálmur Bjarnason (VilB) 2. varaformaður, kl. 09:02
Elín Hirst (ElH), kl. 09:03
Frosti Sigurjónsson (FSigurj), kl. 09:06
Halldóra Mogensen (HallM) fyrir Birgittu Jónsdóttur (BirgJ), kl. 09:02
Katrín Jakobsdóttir (KJak), kl. 09:03
Óttarr Proppé (ÓP), kl. 09:49
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 09:02

Össur Skarphéðinsson var fjarverandi. Halldóra Mogensen vék af fundi kl. 9:27. Frosti Sigurjónsson vék af fundi kl. 10:23.

Nefndarritari: Sesselja Sigurðardóttir

1647. fundur utanríkismálanefndar.

Bókað:

1) 186. mál - fullgilding bókunar við samning Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum (OPCAT) Kl. 09:03
Á fund nefndarinnar komu María Rún Bjarnadóttir frá innanríkisráðuneyti, Margrét Steinarsdóttir frá Mannréttindaskrifstofu Íslands, sem og Hörður Helgi Helgason og Anna Lúðvíksdóttir frá Íslandsdeild Amnesty International.

Gestirnir fóru yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna. Ákveðið var að óska álits allsherjar- og menntamálanefndar og stjórnskipunar- og eftirlitnefndar á málinu.

2) 516. mál - ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 88/2014 um breytingu á XIII. viðauka við EES-samninginn Kl. 09:43
Nefndin hóf umfjöllun sína um málið. Á fundinn komu Anna Katrín Vilhjálmsdóttir frá utanríkisráðuneyti, Rúnar Guðjónsson og Marta Jónsdóttir frá innanríkisráðuneyti. Gestirnir kynntu tillöguna og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 515. mál - ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 153/2014 um breytingu á X. viðauka við EES-samninginn Kl. 10:03
Nefndin hóf umfjöllun sína um málið. Á fundinn komu Anna Katrín Vilhjálmsdóttir frá utanríkisráðuneyti, Steinunn M. Lárusdóttir og Þórunn Oddný Steinsdóttir frá velferðarráðuneyti. Gestirnir kynntu tillöguna og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 340. mál - ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 173/2013 um breytingu á XX. viðauka við EES-samninginn Kl. 10:10
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið. Formaður lagði fram drög að nefndaráliti og voru þau samþykkt. Að áliti nefndarinnar stóðu Birgir Ármannsson, Ásmundur Einar Daðason, Vilhjálmur Bjarnason, Elín Hirst, Frosti Sigurjónsson, Katrín Jakobsdóttir, Óttarr Proppé og Silja Dögg Gunnarsdóttir.

5) 425. mál - ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 75/2013 um breytingu á II. viðauka við EES-samninginn Kl. 10:15
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið. Formaður lagði fram drög að nefndaráliti og voru þau samþykkt. Að áliti nefndarinnar stóðu Birgir Ármannsson, Ásmundur Einar Daðason, Vilhjálmur Bjarnason, Elín Hirst, Frosti Sigurjónsson, Katrín Jakobsdóttir, Óttarr Proppé og Silja Dögg Gunnarsdóttir.

6) Tilskipun 2012/35/ESB - lágmarksþjálfun sjómanna Kl. 10:23
Fjallað var sameiginlega um dagskrárliði 6-16. Fyrir fundinum lá álit umhverfis- og samgöngunefndar eftir umfjöllun samkvæmt 2. gr. reglna um þinglega meðferð EES-mála. Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið og verður utanríkisráðuneyti upplýst þar um.

7) Reglugerð ESB nr 181/2011 - jöfnun á réttindum farþega Kl. 10:23
Sjá bókun við dagskrárlið 6.

8) Reglugerð (ESB) nr. 361/2014 um stöðlun skjala sem fylgja fólksflutningum á vegum milli ríkja Kl. 10:23
Sjá bókun við dagskrárlið 6.

9) Tilskipun 2014/47/ESB um vegaskoðun ökutækja Kl. 10:23
Sjá bókun við dagskrárlið 6.

10) Reglugerð (ESB) nr. 901/2014 er varðar stjórnsýslukröfur fyrir samþykkt og eftirliti ákveðinna ökutækja Kl. 10:23
Sjá bókun við dagskrárlið 6.

11) Reglugerð (ESB) nr. 3/2014 er varðar bifhjól Kl. 10:23
Sjá bókun við dagskrárlið 6.

12) Reglugerð (ESB) nr. 911/2014 um fjármögnun aðgerða Siglingaöryggisstofnunar Evrópu Kl. 10:23
Sjá bókun við dagskrárlið 6.

13) Reglugerð (ESB) nr. 1177/2010 um réttindi farþega á sjó og skipgengum vatnaleiðum Kl. 10:23
Sjá bókun við dagskrárlið 6.

14) Tilskipun 2014/52/ESB er varðar mat á umhverfisáhrifum tiltekinna framkvæmda Kl. 10:23
Sjá bókun við dagskrárlið 6.

15) Reglugerð (ESB) nr. 517/2014 er varðar flúoraðar gróðurhúsalofttegundir Kl. 10:23
Sjá bókun við dagskrárlið 6.

16) Tilskipun 2014/99/ESB er varðar staðla fyrir gufugleypibúnað á eldsneytisstöðvum Kl. 10:23
Sjá bókun við dagskrárlið 6.

17) Fundargerð Kl. 10:37
Fundargerð 22. fundar var samþykkt.

18) Önnur mál Kl. 10:38
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:30