24. fundur
utanríkismálanefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 3. mars 2015 kl. 10:30


Mættir:

Birgir Ármannsson (BÁ) formaður, kl. 10:33
Vilhjálmur Bjarnason (VilB) 2. varaformaður, kl. 10:33
Elín Hirst (ElH), kl. 10:34
Frosti Sigurjónsson (FSigurj), kl. 10:33
Óttarr Proppé (ÓP), kl. 10:33
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) fyrir Katrínu Jakobsdóttur (KJak), kl. 10:33
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS) fyrir Silju Dögg Gunnarsdóttur (SilG), kl. 10:33

Ásmundur Einar Daðason og Össur Skarphéðinsson voru fjarverandi.

Nefndarritarar:
Sesselja Sigurðardóttir
Stígur Stefánsson

1648. fundur utanríkismálanefndar.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 10:33
Fundargerð 23. fundar var samþykkt.

2) 515. mál - ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 153/2014 um breytingu á X. viðauka við EES-samninginn Kl. 10:34
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og lagði formaður fram drög að nefndaráliti. Afgreiðslu málsins var frestað til næsta fundar.

3) 516. mál - ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 88/2014 um breytingu á XIII. viðauka við EES-samninginn Kl. 10:36
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og lagði formaður fram drög að nefndaráliti. Afgreiðslu málsins var frestað til næsta fundar.

4) Tilskipun 2013/55/ESB er varðar gagnkvæma viðurkenningu á starfsmenntun og hæfi Kl. 10:38
Fyrir fundinum lá álit allsherjar- og menntamálanefndar eftir umfjöllun samkvæmt 2. gr. reglna um þinglega meðferð EES-mála. Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið og verður utanríkisráðuneyti upplýst þar um.

5) 465. mál - fordæming pyndinga leyniþjónustu Bandaríkjanna Kl. 10:42
Nefndin hóf umfjöllun sína um málið og var Birgir Ármannsson skipaður framsögumaður. Ákveðið var að senda málið til umsagnar.

6) Önnur mál Kl. 10:46
Rætt var um 186. mál - tillögu til þingsályktunar um fullgildingu valfrjálsrar bókunar við samning Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum og annarri grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu (OPCAT).

7) 479. mál - samstarf við Færeyjar og Grænland um leiðir til að draga úr útblæstri brennisteins frá skipum Kl. 11:00
Nefndin hóf umfjöllun sína um málið.

Á fundinn komu Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður Vestnorræna ráðsins og Inga Dóra Markussen, framkvæmdastjóri Vestnorræna ráðsins. Þær gerðu grein fyrir málinu og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Vilhjálmur Bjarnason var valinn framsögumaður málsins.

8) 480. mál - heimild fulltrúa Vestnorræna ráðsins til að senda fyrirspurnir til ráðherra Kl. 11:15
Nefndin hóf umfjöllun sína um málið.

Á fundinn komu Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður Vestnorræna ráðsins og Inga Dóra Markussen, framkvæmdastjóri Vestnorræna ráðsins. Þær gerðu grein fyrir málinu og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Óttarr Proppé var valinn framsögumaður málsins.

Fundi slitið kl. 11:30