30. fundur
utanríkismálanefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 26. mars 2015 kl. 09:15


Mættir:

Birgir Ármannsson (BÁ) formaður, kl. 09:16
Vilhjálmur Bjarnason (VilB) 2. varaformaður, kl. 09:16
Frosti Sigurjónsson (FSigurj), kl. 09:32
Katrín Jakobsdóttir (KJak), kl. 09:16
Óttarr Proppé (ÓP), kl. 09:16
Össur Skarphéðinsson (ÖS), kl. 09:16

Silja Dögg Gunnarsdóttir var fjarverandi. Ásmundur Einar Daðason og Elín Hirst voru fjarverandi vegna þingstarfa erlendis.

Nefndarritarar:
Sesselja Sigurðardóttir
Stígur Stefánsson

1654. fundur utanríkismálanefndar

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:17
Fundargerðir 28. og 29. fundar voru samþykktar.

2) 579. mál - alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl. Kl. 09:17
Á fund nefndarinnar komu Kristján Andri Stefánsson, María Erla Marlesdóttir, Harald Aspelund, Helga Hauksdóttir, Matthías G. Pálsson og Þórarinna Söebech frá utanríkisráðuneyti og Hannes Hauksson og Ágústa Gísladóttir frá Þróunarsamvinnustofnun Íslands.

Gestirnir kynntu frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 479. mál - samstarf við Færeyjar og Grænland um leiðir til að draga úr útblæstri brennisteins frá skipum Kl. 10:27
Umfjöllun var frestað.

4) Önnur mál Kl. 10:27
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:27