29. fundur
utanríkismálanefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 24. mars 2015 kl. 09:00


Mættir:

Birgir Ármannsson (BÁ) formaður, kl. 09:06
Vilhjálmur Bjarnason (VilB) 2. varaformaður, kl. 09:06
Katrín Jakobsdóttir (KJak), kl. 09:06

Ásmundur Einar Daðason, Frosti Sigurjónsson, Óttarr Proppé, Silja Dögg Gunnarsdóttir og Össur Skarphéðinsson voru fjarverandi. Elín Hirst var fjarverandi vegna þingstarfa erlendis.

Nefndarritarar:
Sesselja Sigurðardóttir
Stígur Stefánsson

1653. fundur utanríkismálanefndar

Bókað:

1) Ástandið í Úkraínu. Kl. 09:08
Á fund nefndarinnar komu Kristján Andri Stefánsson og Pétur Gunnar Thorsteinsson frá laga- og stjórnsýsluskrifstofu, Estrid Brekkan og Arnór Sigurjónsson frá alþjóða- og öryggisskrifstofu og Bergþór Magnússon frá viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytis.

Gestirnir fjölluðu um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

2) Alþjóðlegar þvingunaraðgerðir. Kl. 09:47
Á fund nefndarinnar komu Kristján Andri Stefánsson og Pétur Gunnar Thorsteinsson frá laga- og stjórnsýsluskrifstofu og Bergþór Magnússon frá viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytis.

Lagt var fram á fundinum minnisblað um öryggis- og refsiaðgerðir sem Ísland framfylgir.

Gestirnir fjölluðu um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 479. mál - samstarf við Færeyjar og Grænland um leiðir til að draga úr útblæstri brennisteins frá skipum Kl. 10:09
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið.

4) Önnur mál Kl. 10:12
Rætt var um störfin framundan.

5) Fundargerð Kl. 10:13
Umfjöllun var frestað.

Fundi slitið kl. 10:15