31. fundur
utanríkismálanefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 14. apríl 2015 kl. 09:00


Mættir:

Birgir Ármannsson (BÁ) formaður, kl. 09:07
Vilhjálmur Bjarnason (VilB) 2. varaformaður, kl. 09:07
Elín Hirst (ElH), kl. 09:07
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG) fyrir Birgittu Jónsdóttur (BirgJ), kl. 09:07
Katrín Jakobsdóttir (KJak), kl. 09:07
Óttarr Proppé (ÓP), kl. 09:07
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 09:11
Össur Skarphéðinsson (ÖS), kl. 09:16

Ásmundur Einar Daðason og Frosti Sigurjónsson voru fjarverandi.

Elín Hirst vék af fundi kl. 11.

Nefndarritari: Sesselja Sigurðardóttir

1655. fundur utanríkismálanefndar.

Bókað:

1) Women deliver Kl. 09:08
Á fund nefndarinnar komu Jill W. Sheffield, formaður Women deliver, og Hugrún R. Hjaltadóttir frá Jafnréttisstofu.

Gestirnir gerðu grein fyrir starfsemi Women deliver og svöruðu spurningum nefndarmanna.

2) Öryggis- og varnarmál á vettvangi NATO Kl. 09:43
Á fund nefndarinnar komu Anna Jóhannsdóttir, fastafulltrúi Íslands gagnvart NATO, og Hermann Ingólfsson, Arnór Sigurjónsson og Axel Nikulásson frá utanríkisráðuneyti.

Gestirnir fóru yfir þróun öryggis- og varnarmála á vettvangi NATO og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 579. mál - alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl. Kl. 10:49
Á fund nefndarinnar komu Kristján Andri Stefánsson, María Erla Marlesdóttir, Harald Aspelund, Helga Hauksdóttir, Matthías G. Pálsson og Þórarinna Söebech frá utanríkisráðuneyti og Engilbert Guðmundsson og Ágústa Gísladóttir frá Þróunarsamvinnustofnun Íslands.

Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um frumvarpið og svöruðu gestirnir spurningum nefndarmanna.

4) Fundargerð Kl. 11:44
Fundargerð 30. fundar var samþykkt.

5) Önnur mál Kl. 11:45
Rætt var um Þróunarbanka Asíu og starfið framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:50