32. fundur
utanríkismálanefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 16. apríl 2015 kl. 08:30


Mættir:

Birgir Ármannsson (BÁ) formaður, kl. 08:35
Ásmundur Einar Daðason (ÁsmD) 1. varaformaður, kl. 09:18
Vilhjálmur Bjarnason (VilB) 2. varaformaður, kl. 08:45
Elín Hirst (ElH), kl. 08:35
Katrín Jakobsdóttir (KJak), kl. 08:35
Óttarr Proppé (ÓP), kl. 08:35
Össur Skarphéðinsson (ÖS), kl. 08:45

Frosti Sigurjónsson og Silja Dögg Gunnarsdóttir voru fjarverandi.

Össur Skarphéðinsson vék af fundi kl. 10:05.

Nefndarritari: Sesselja Sigurðardóttir

1656. fundur utanríkismálanefndar.

Bókað:

1) 579. mál - alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl. Kl. 08:35
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið. Á fundinn komu Engilbert Guðmundsson og Hannes Hauksson frá Þróunarsamvinnustofnun Íslands. Fóru þau yfir sjónarmið stofnunarinnar um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

2) 608. mál - ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 269/2014 um breytingu á II. viðauka við EES-samninginn Kl. 10:08
Fjallað var um 2. og 3. dagskrárlið sameiginlega.

Nefndin hóf umfjöllun sína um málin. Á fundinn komu Bryndís Kjartansdóttir og Anna Katrín Vilhjálmsdóttir frá utanríkisráðuneyti, Rúnar Guðjónsson frá innanríkisráðuneyti og Agnes Guðjónsdóttir frá mennta- og menningarmálaráðuneyti.

Gestirnir kynntu þingsályktunartillögurnar og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 632. mál - ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 29/2015 um breytingu á XVII. viðauka við EES-samninginn Kl. 10:08
Sjá bókun við dagskrárlið 2.

4) 479. mál - samstarf við Færeyjar og Grænland um leiðir til að draga úr útblæstri brennisteins frá skipum Kl. 10:14
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið. Að nefndaráliti stóðu Birgir Ármannsson form., frsm., Ásmundur Einar Daðason, Vilhjálmur Bjarnason, Elín Hirst, Katrín Jakobsdóttir og Óttarr Proppé.

Össur Skarphéðinsson óskaði eftir því að standa að álitinu með fyrirvara þrátt fyrir fjarveru við afgreiðslu málsins, sbr. 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fastanefnda.

5) 451. mál - samningur hafnríkja til að uppræta ólöglegar, ótilkynntar og eftirlitslausar veiðar Kl. 10:15
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið. Að nefndaráliti stóðu Birgir Ármannsson form., frsm., Ásmundur Einar Daðason, Vilhjálmur Bjarnason, Elín Hirst, Katrín Jakobsdóttir og Óttarr Proppé.

Össur Skarphéðinsson óskaði eftir því að standa að álitinu þrátt fyrir fjarveru við afgreiðslu málsins, sbr. 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fastanefnda.

6) Fundargerð Kl. 10:16
Fundargerð 31. fundar var samþykkt.

7) Önnur mál Kl. 10:17
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:18