40. fundur
utanríkismálanefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 21. maí 2015 kl. 08:30


Mættir:

Birgir Ármannsson (BÁ) formaður, kl. 08:42
Vilhjálmur Bjarnason (VilB) 2. varaformaður, kl. 09:29
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ), kl. 08:43
Elín Hirst (ElH), kl. 08:43
Frosti Sigurjónsson (FSigurj), kl. 09:10
Óttarr Proppé (ÓP), kl. 08:42
Steingrímur J. Sigfússon (SJS) fyrir Katrínu Jakobsdóttur (KJak), kl. 08:43

Silja Dögg Gunnarsdóttir og Össur Skarphéðinsson voru fjarverandi.

Nefndarritari: Stígur Stefánsson

1664. fundur utanríkismálanefndar

Bókað:

1) 628. mál - alþjóðleg öryggismál o.fl. Kl. 08:44
Á fund nefndarinnar komu Pétur G. Thorsteinsson og Kristján Andri Stefánsson frá utanríkisráðuneyti og Jón B. Guðnason frá Landhelgisgæslu. Þeir fóru yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

2) Icesave-málið Kl. 09:19
Á fund nefndarinnar komu Kristján Andri Stefánsson frá utanríkisráðuneyti og Tómas Brynjólfsson frá fjármála- og efnahagsráðuneyti. Gestirnir fóru yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Umræðunni til grundvallar lá minnisblað utanríkiráðuneytis og fjármála- og efnahagsráðuneytis, dags. 20. maí 2015, „Málsókn gegn TIF -leitað eftir ráðgefandi áliti hjá EFTA-dómstólnum.“

3) Fundargerð Kl. 09:50
Fundargerðir 38. og 39. fundar voru samþykktar.

4) Önnur mál Kl. 09:52
Fjallað var um:
a. Samráð ríkisstjórnar við utanríkismálanefnd.
b. Heimsókn utanríkismálanefndar til Washington.
c. Alþjóðastarf Alþingis.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:00