45. fundur
utanríkismálanefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 5. júní 2015 kl. 10:00


Mættir:

Birgir Ármannsson (BÁ) formaður, kl. 10:08
Vilhjálmur Bjarnason (VilB) 2. varaformaður, kl. 10:08
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ), kl. 10:10
Elín Hirst (ElH), kl. 10:08
Frosti Sigurjónsson (FSigurj), kl. 10:10
Óttarr Proppé (ÓP), kl. 10:08
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 10:20
Steingrímur J. Sigfússon (SJS) fyrir Katrínu Jakobsdóttur (KJak), kl. 10:08
Össur Skarphéðinsson (ÖS), kl. 10:08

Anna María Elíasdóttir var fjarverandi.

Nefndarritari: Stígur Stefánsson

1669. fundur utanríkismálanefndar

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 10:09
Fundargerðir 43. og 44. fundar voru samþykktar.

2) 695. mál - þjóðaröryggisstefna fyrir Ísland Kl. 10:09
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið. Á fundinn kom Valur Ingimundarson prófessor. Hann fór yfir málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) Fundur sameiginlegu EES-nefndarinnar 11.júní 2015 Kl. 10:51
Nefndin hélt áfram umfjöllun um málið. Á fund nefndarinnar komu Bryndís Kjartansdóttir frá utanríkisráðuneyti, Eggert Ólafsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti og Helga M. Pálsdóttir frá Matvælastofnun. Gestirnir fóru yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 637. mál - framkvæmd samnings um klasasprengjur Kl. 11:03
Dagskrármálinu var frestað.

5) 628. mál - alþjóðleg öryggismál o.fl. Kl. 11:03
Dagskrármálinu var frestað.

6) Önnur mál Kl. 11:04
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:04