1. fundur
utanríkismálanefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 17. september 2015 kl. 09:00


Mættir:

Ásmundur Einar Daðason (ÁsmD) 1. varaformaður, kl. 09:32
Vilhjálmur Bjarnason (VilB) 2. varaformaður, kl. 09:03
Brynhildur S. Björnsdóttir (BSB) fyrir Óttar Proppé (ÓP), kl. 09:03
Frosti Sigurjónsson (FSigurj), kl. 09:03
Hanna Birna Kristjánsdóttir (HBK), kl. 09:03
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 09:03
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:03

Elín Hirst boðaði forföll. Össur Skarphéðinsson var fjarverandi.

Nefndarritari: Sesselja Sigurðardóttir

1683. fundur utanríkismálanefndar.

Bókað:

1) Kosning formanns Kl. 09:04
Hanna Birna Kristjánsdóttir var kosinn formaður nefndarinnar.

2) Fundur sameiginlegu EES nefndarinnar 25. september 2015 Kl. 09:04
Á fund nefndarinnar komu Bergþór Magnússon frá utanríkisráðuneyti, Kjartan Ingvarsson frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti, Eggert Ólafsson og Halldór Runólfsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, Rúnar Guðjónsson og Gunnar Örn Indriðason frá innanríkisráðuneyti og Haraldur Ólafsson frá ISAVIA.

Gestirnir gerðu grein fyrir málinu og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Önnur mál Kl. 09:45
Rætt var um starfið framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:00